Sýndi magavöðvana á Brit-verðlaunahátíðinni

Ashley Robert sýndi magavöðvana.
Ashley Robert sýndi magavöðvana. AFP

The Pussycat Dolls-stjarnan Ashley Roberts sýndi stælta magavöðva sína á rauða dreglinum fyrir Brit-verðlaunahátíðina í gærkvöldi. 

Roberts klæddist ljósum toppi og pilsi í stíl. Roberts og kærasti hennar Giovanni Pernice hættu saman í janúar.

Eins og alltaf þegar tónlistarfólk kemur við sögu voru ýmsir sem tóku ansi furðulegar tískuákvarðanir þetta kvöld. Tónlistarkonan Ellie Goulding mætti til að mynda í hálfgegnsæu og götóttu bútasaumsteppi sem huldi ekki mikið. 

Tónlistarkonan Paloma Faith mætti í blómakjól með barðastóran bleikan hatt sem gerði lítið fyrir hana. Breski tónlistarmaðurinn Harry Styles mætti í aðeins of stórum brúnum jakkafötum og innan undir var hann í fjólubleikri lopapeysu. 

Plötusnúðurinn Anni Mac mætti í gömlum borðdúk, tónlistarkonan Lizzo í Hershey's-umbúðum og tónlistarkonan Tallia Storm gleymdi að greiða sér.

Ashley Roberts.
Ashley Roberts. AFP
Ellie Goulding.
Ellie Goulding. AFP
Paloma Faith.
Paloma Faith. AFP
Harry Styles.
Harry Styles. AFP
Annie Mac.
Annie Mac. AFP
Lizzo.
Lizzo. AFP
Tallia Storm.
Tallia Storm. AFP
mbl.is