Gjörbreytt með hvítt hár

Hárgreiðslumaðurinn Jack Martin birti fyrir og eftir mynd af Sharon …
Hárgreiðslumaðurinn Jack Martin birti fyrir og eftir mynd af Sharon Osbourne. Skjáskot/Instagram

Sjónvarpsstjarnan Sharon Osbourne er þekkt fyrir að lita hárið á sér eldrautt. Osbourne sem er 67 ára var komin með nóg af því að lita á sér hárið og gerði á dögunum dramatískar breytingar á útliti sínu. Nú er stjarnan með hvítt hár. 

Hárgreiðslumaðurinn Jack Martin sá um breytingarnar á Osbourne og birti mynd í kjölfarið á Instagram. Sagði hann í stuttum pistli við myndina að Osbourne væri með 100 prósent hvítt hár og hefði litað hár sitt rautt síðustu 18 ár. Var stjarnan þreytt á því að lita hárið á sér í hverri viku fyrir sjónvarp. Hárgreiðslumaðurinn sagði stjörnuna hafa reynt að breyta um hárlit áður en það hafði ekki gengið vel. Tók breytingin átta tíma. Þrátt fyrir að Osbourne sé nú með litað hvítt hár er hárliturinn líkur hennar eigin hárlit og því neyðist stjarnan ekki til að lita hárið á sér einu sinni í viku eins og áður. 

Martin er góður í að meðhöndla hvíta lokka stjarnanna en hann sá einnig um hár Jane Fonda fyrir Óskarsverðlaunin á dögunum. Vakti leikkonan sérstaklega mikla athygli fyrir fallega hárgreiðslu og hvítt hár sitt. 

Jane Fonda á Óskarnum 2020.
Jane Fonda á Óskarnum 2020. AFP
Jane Fonda.
Jane Fonda. AFP
View this post on Instagram

Another great day in my career welcoming the most beautiful and elegant talk show host and entertainer @sharonosbourne for a complete transformation. Sharon has 100% white hair and she was coloring her hair once a week dark vibrant red for the past 18 years. she explained to me that she wanted to do this transformation long time ago but every time she attempts it ends up with a disaster. Sharon was very tired of coloring her hair once a week and she was obligated to since she is on tv almost every day hosting her popular tv show @thetalkcbs . I didn’t promise Sharen anything but I told her I will try my best, it took me a total of 8 hours from start to finish to get her to a platinum blonde so she doesn’t have to be committed to coloring her hair once a week anymore. I had great time spending my day off with this gorgeous, humble, and sweet soul. ____________________________________________ Products used in this transformation. Lightener: @wellahairusa blondor with 20 vol Bond insurance: @olaplex Toner: @pravana 10.07 with zero lift Treatment: olaplex number 2 Color tools : @framar ——————————————————— #behindthechair #americansalon #modernsalon @behindthechair_com @american_salon @modernsalon #silverhair #platinumhair #opaplex #wellahair #wella #wellaprofessional #pravana #sharonosbourne #celebrityhair #platinumhair @saloncentric @cosmoprofbeauty

A post shared by ᒍᗩᑕK ᗰᗩᖇTIᑎ (@jackmartincolorist) on Feb 17, 2020 at 10:38am PST
mbl.is