Öflugasta efnið gegn hrukkum?

Það geislaði af Kate Hudson á rauða dreglinum er hún …
Það geislaði af Kate Hudson á rauða dreglinum er hún mætti í partí hjá Vanity Fair eftir Óskarsverðlaunin. Hún segist verja miklum tíma í að hugsa um húð sína og notar m.a. retinól. AFP

Líklega hefur sjaldan verið jafngott úrval af húðvörum gegn öldrunarmerkjum á húðinni en fyrir þá sem vilja taka húðumhirðuna upp á næsta stig kann að vera kominn tími til að skoða retinól. Undanfarin ár hefur framboð af húðvörum og serumum sem innihalda retinól aukist til muna en retinól er afleiða retinóíða og er form af A-vítamíni. Það hefur margsannað gildi sitt gegn öldrunarmerkjum á húðinni en retinól gerir húðina áferðarfallegri, minnkar ásýnd svitahola, dregur úr litabreytingum ásamt því auðvitað að draga úr fínum línum og hrukkum en retinól hefur hefur einnig fyrirbyggjandi áhrif á húðina. 

Hvernig virkar retinól?

Í svari sínu til lesanda Smartlands segir Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, ítarlega frá því hvernig retinól virkar. „Retinóíðar eru A-víta­mínsýr­ur sem hafa marg­vís­lega virkni. Þessi efni eru grunn­ur­inn í öfl­ug­um bólumeðferðum því þau minnka fitu­fram­leiðslu í fitukirtl­un­um, fækka fílapensl­um og taka burtu dauðar húðfrum­ur sem geta stíflað kirtla ásamt húðfitu. Hins veg­ar gera retinóíðar svo miklu meira en bara þetta.  A-víta­mínsýr­an binst viðtök­um í kjarna húðfrumna sem meðal ann­ars veld­ur því að um­setn­ing eða end­ur­nýj­un þeirra verður hraðari. Þar af leiðandi grynnk­ar á fín­um lín­um og hrukk­um í húðinni og áferð húðar­inn­ar verður slétt­ari. Auk þess geta lita­breyt­ing­ar orðið minna sjá­an­leg­ar sem og ör í húðinni. Að lok­um örv­ar efnið ný­mynd­un kolla­gens en kolla­gen er eitt aðalbygg­ing­ar­efni húðar­inn­ar og það byrj­ar að minnka í húðinni okk­ar up­p­ úr 25 ára aldri,“ segir Ragna Hlín. 

Hvernig er retinól notað?

Þar sem um gífurlega öflugt efni er að ræða skal byrja að nota það í lágum styrkleika, til dæmis 0,2%, eitt til tvö kvöld í viku og byggja upp þol húðarinnar fyrir efninu. Eingöngu skal bera retinól á húðina að kvöldi til þar sem efnið er viðkvæmt fyrir sólarljósi og húðin kann að verða viðkvæmari eftir notkunina fyrst til að byrja með. Það er nauðsynlegt að nota sólarvörn daglega með að lágmarki SPF 30 en retinól er ekki talið henta viðkvæmum húðgerðum eða þeim sem eru með rósroða. Eins er ekki talið æskilegt að nota húðvörur sem innihalda retinól á meðgöngu. Samhliða svo öflugu innihaldsefni skal nota mildar húðvörur sem hafa ekki ertandi áhrif á húðina.

Mildar formúlur sem innihalda retinól:

Retinol 0.3 frá SkinCeuticals er frábær formúla til að kynnast retinóli en það býr yfir retinóli í 0,3% styrkleika. Þetta krem er án ilmefna, parabena og glútens. 

SkinCeuticals Retinol 0.3. Fæst hjá Húðlæknastöðinni.
SkinCeuticals Retinol 0.3. Fæst hjá Húðlæknastöðinni.

Fresh Pressed Clinical Daily + Overnight Boosters With Vitamin C 10% + A (Retinol) frá Clinique er mjög áhugaverð tvenna með formúlum sem þú einfaldlega bætir út í andlitskremið þitt. C-vítamínið berðu á þig á morgnana og A-vítamínið (retinólið) berðu á þig á kvöldin. Saman eru formúlurnar jafnáhrifaríkar og lyfseðilsskylt lyf, að sögn Clinique, en þær eru án ilmefna og parabena.

Clinique Fresh Pressed Daily + Overnight Boosters, 7.200 kr.
Clinique Fresh Pressed Daily + Overnight Boosters, 7.200 kr.

Retinol Ceramide Capsule Line Erasing Night Serum frá Elizabeth Arden er mjög mild formúla sem kemur í hentugum umbúðum sem viðheldur virkni retinólsins fullkomlega. Formúlan inniheldur einnig seramíð sem stuðla að auknu heilbrigði hennar. 

Elizabeth Arden Retinol Ceramide Capsule Line Erasing Night Serum, 12.486 …
Elizabeth Arden Retinol Ceramide Capsule Line Erasing Night Serum, 12.486 kr. (60 hylki).

Sterkari formúlur sem innihalda retinól: 

Superstar Retinoid Night Oil frá Pestle & Mortar er næsta kynslóð af retinól-formúlu en þetta er andlitsolía með tvenns konar retinóíðum. Engin óæskileg aukaefni eru í þessari andlitsolíu og er formúlan einnig vegan. 

Pestle & Mortar Superstar Retinoid Night Oil, 12.990 kr. Fæst …
Pestle & Mortar Superstar Retinoid Night Oil, 12.990 kr. Fæst í versluninni Nola.

Skin Active Retinol + NAG Complex frá Neostrata inniheldur 0,5% retinól ásamt amínósýrum og peptíðum til að byggja upp húðina. Formúlan inniheldur einnig NeoGlucosamine sem verndar kollagen húðarinnar. 

Neostrata Skin Active Retinol + NAG Complex, 7.321 kr. Fæst …
Neostrata Skin Active Retinol + NAG Complex, 7.321 kr. Fæst m.a. í Lyfju.

1.5 Retinol Booster frá Skin Regimen er eftirtektarverð formúla sem inniheldur blöndu af retinóli og sylibin, sem er náttúrulegt efni sem líkir eftir verkun retinóls. Formúlan er ilmefna- og sílikonlaus og 96,4% innihaldsefnanna eru af náttúrulegum uppruna. Hún er einnig vegan.

Skin Regimen 1.5 Retinol Booster, 14.760 kr. Fæst m.a. hjá …
Skin Regimen 1.5 Retinol Booster, 14.760 kr. Fæst m.a. hjá Natura Spa.

Náttúruleg og mild útgáfa af retinóli

Það hefur færst í aukana að húðvörur innihaldi extrökt úr plöntum sem líkja eftir virkni retinóls en þolast betur. Alfalfa er ein slík planta en hún býr yfir öflugri andoxun ásamt því að innihalda A-, B-, C- og E-vítamín en hin nýja Le Lift-lína Chanel byggir á virkni plöntunnar. Þrjú ný andlitskrem eru nú komin innan Le Lift-línunnar og eru 94% innihaldsefnanna af náttúrulegum uppruna.

Kremin búa yfir þremur mismunandi áferðum en með náttúrulegri retinól-virkni alfalfa-plöntunnar vinna þau að því að slétta ásýnd húðarinnar, gera hana stinnari og færa henni aukinn ljóma. Le Lift Créme Fine býr yfir léttri og ferskri áferð, Le Lift Créme býr yfir mjúkri og rakagefandi áferð og Le Lift Créme Riche býr yfir ríkulegri, flauelskenndri og nærandi áferð. 

Chanel Le Lift Créme.
Chanel Le Lift Créme.

Samhliða nýju Le Lift-andlitskremum er komið nýtt augnkrem innan Le Lift-línunnar sem einnig inniheldur alfalfa-extrakt. Chanel Le Lift Créme Yeux mýkir augnsvæðið og þéttir það með því að styðja við kollagenframleiðslu húðarinnar. Það inniheldur einnig Phyto-Active Complex, sem dregur úr vökvasöfnun og þrota við augnsvæðið, og Actiflow, sem örvar blóðflæði við augnsvæðið og dregur þannig úr baugum. Formúlan byggir á innihaldsefnum sem eru 83% af náttúrulegum uppruna. 

Chanel Le Lift Créme Yeux.
Chanel Le Lift Créme Yeux.
mbl.is