Þverneitar að hafa notað bótox

Salma Hayek segist ekki nota bótox.
Salma Hayek segist ekki nota bótox. AFP

Mexíkóska leikkonan Salma Hayek birti sjálfu af sér af ströndinni á dögunum. Á meðan margir dáðust að útliti leikkonunnar töldu aðrir leikkonuna vera ónáttúrulega. Í stað þess að hunsa leiðinleg nettröll svaraði hún fyrir sig. 

„Of mikið bótox,“ skrifaði einn netverji og sagði Hayek að hún þyrfti ekki á bótoxi að halda. Hayek svaraði fyrir sig þrátt fyrir að hún hefði auðveldlega getað hunsað athugasemdina. „Ég er ekki með bótox en takk fyrir ráðlegginguna af því að ég var að velta fyrir mér hvort það væri kominn tími til.“

View this post on Instagram

#wind #aire

A post shared by Salma Hayek Pinault (@salmahayek) on Feb 18, 2020 at 8:20am PST

Salma Hayek.
Salma Hayek. AFP
mbl.is