KFC Crocks-skórnir vekja athygli

Nýju skórnir frá Crocks munu fást í verslunum víða um …
Nýju skórnir frá Crocks munu fást í verslunum víða um heiminn í vor.

Ef þú ert ein/einn af þeim sem elska Kentucky Fried Chicken kjúkling og nýjustu tískustraumana mun vorið 2020 vera tíminn fyrir þig. Djúpsteikta tískusveiflan er það allra nýjasta í heimi tískunnar og þykja Crocks-skórnir sem eru hannaðir undir áhrifum frá KFC girnilegir með alls konar fatnaði.

Sitt sýnist hverjum um þessa tísku og er fólk annaðhvort að elska KFC-skóna eða hata. Þar sem Íslendingar eru mikið fyrir djúpsteiktan kjúkling er aldrei að vita nema þeir fari að spóka sig um í Nauthólsvík í herlegheitunum næsta sumar. 

Talið er að skórnir verði einstaklega vinsælir í Asíu og að skórnir muni ilma af brakandi djúpsteiktum kjúklingi. 

View this post on Instagram

Coming soon fresh out of the fryer. Put #KFCCrocs on your bucket list. Link in bio. @kfc @melovemealot

A post shared by Crocs Shoes (@crocs) on Feb 12, 2020 at 8:09am PST

mbl.is