Instagram-myndirnar gefa ekki raunsanna mynd

Söngkonan Beyoncé er vön að velja vel hvaða myndir hún …
Söngkonan Beyoncé er vön að velja vel hvaða myndir hún birtir á Instagram.

Myndir á samfélagsmiðlum sýna ekki alltaf raunsanna mynd af fólki. Algengt er að stórstjörnur og áhrifavaldar ritskoði sig mjög vel á samfélagsmiðlum. Reglulega birtast myndir af stjörnum á Instagram-reikningnum Celeb Before After. Eru þar myndir sem stjörnurnar birta sjálfar bornar saman við myndir sem aðrir hafa tekið. 

Er markmið Instagram-reikningsins ekki að smána annað fólk. Er fekar verið að benda á að þessar stjörnur eru bara venjulegar konur með appelsínuhúð þrátt fyrir hina fullkomnu ímynd.

Söngkonan Beyoncé kemur nokkuð oft við sögu en hún er dugleg að birta af sér myndir á samfélagsmiðlum og mætir ekki endilega á rauða dregilinn þar sem ókunnugir ljósmyndarar hafa tækifæri til að mynda hana. Eru myndir af Beyoncé gott dæmi um hvernig stjörnur annaðhvort breyta myndum af sér, velja langbestu myndinar eða velja bestu stellinguna. 

Það kemur kannski ekki á óvart en raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og systur hennar hafa einnig verið teknar fyrir á síðunni. Stundum segja myndir einfaldlega meira en mörg orð. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál