Með yfir 100 mismunandi förðunarmerki í töskunni

Karlotta H. Margrétardóttir, hársnyrtir og förðunarfræðingur, hefur áhuga á mörgu …
Karlotta H. Margrétardóttir, hársnyrtir og förðunarfræðingur, hefur áhuga á mörgu þegar kemur að útlitinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karlotta H. Margrétardóttir, hársnyrtir og förðunarfræðingur, á yfir 100 tegundir af förðunarvörum í töskunni sinni. Hún leggur áherslu á að hreinsa húðina vel og segir einn hluta þess að líta vel út vera að huga að andlegri og líkamlegri heilsu líka. 

Hverju tengdu útliti og heilsu hefur þú mestan áhuga á?

„Ég hef náttúrulega mestan áhuga á alls konar hári, hvort sem það eru brúðargreiðslur, fallegir litir og klippingar eða tískan í dag. Seinustu mánuði hefur fókusinn aðallega verið á dansgreiðslum þar sem við vinkonurnar – Sara Scime og Theodóra Mjöll sáum um hárið í Allir geta dansað á Stöð 2. Eitt stærsta og skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í. Einnig hef ég mikinn áhuga á heilbrigðu hári og húð, það er eitt sem mér finnst standa gríðarlega mikið upp úr í hártískunni núna. Fyrir utan það þá hef ég ótrúlega mikinn áhuga á húðflúri en ég skarta þó nokkrum svoleiðis á líkamanum og flest eru þau eftir vin minn Hauk Færseth sem er einn af þeim bestu hér á landi.

Svo er heimilið mitt líka eitt af mínum uppáhaldstískuáhugamálum. Ég elska að breyta og gera fínt þar.“

Karlotta leggur mikið upp úr því að húðin líti vel …
Karlotta leggur mikið upp úr því að húðin líti vel út. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvaða hárvörum ertu hrifnust af?

„Á stofunni vinn ég með Davines og Label M sem eru mjög ólíkar vörur, en virka vel saman! Í myndatökum og í sjónvarpi hef ég notað mest Label M en þau eru líka einn stærsti styrktaraðili London Fashion Week til dæmis. Gríðarlega mikið úrval af vörum fyrir allar tegundir af hári.

Ég sjálf nota sjampó og næringu fyrir viðkvæmt hár frá Davines og blæs mig upp úr Liquid Spell-froðunni þeirra, en ég er gjörsamlega háð henni þessa dagana!“

Hárvörurnar frá Davines eru vinsælar í dag.
Hárvörurnar frá Davines eru vinsælar í dag. mbl.is

Hvað húðvörur notarðu að staðaldri?

„Í nóvember ákvað ég að taka alveg húðrútínuna mína í gegn og fara alla leið í Skin Regimen. Ég nota Cleansing Cream til þess að ná af mér farða og sef með Night Detox-kremið. Einu sinni í viku skrúbba ég mig létt með Enzymatic Powder, blandað í annaðhvort hreinsikremið eða vatn. Svo nota ég C-Vítamín Booster og Tripeptide Cream alla morgna. Þessar vörur hafa gjörsamlega breytt öllu. Það er meiri gljái í húðinni, hún hefur miklu sléttari áferð og mér líður eins og ég sé alltaf 100% hrein áður en ég fer að sofa.

Þeir sem þekkja mig hvað best vita að ég er algjör brúnkukremsfíkill og hef prófað alls konar, en þessa dagana er Marc Inbane i miklu uppáhaldi og ég reyni að setja annaðhvort froðuna eða spreyið aðeins yfir líkamann einu sinni í viku, sérstaklega núna í skammdeginu.“

Karlotta ákvað í nóvember á síðasta ári að taka húðrútínuna …
Karlotta ákvað í nóvember á síðasta ári að taka húðrútínuna í gegn og fara alla leið með Skin Regimen. mbl.is

Hvað finnst þér áhugavert tengt heilsunni?

„Mér finnst áhugavert hversu meðvitað fólk er orðið þegar kemur að heilsunni. Þá bæði tengt líkama og sál. Að mínu mati er mikilvægt að hafa þessi atriði í lagi.

Almenningur er orðinn opnari um andlegu hliðina, sem er fyrir mér mikilvægasti hlutinn. Ég fer sem dæmi reglulega til sálfræðings og stunda líkamsrækt sem styrkir mig einnig andlega. Það er áhugavert að finna hversu mikið þetta tvennt hangir saman.“

Hvaða vörur eru í snyrtibuddunni sem þú gætir ekki verið án?

„Ég er mikið fiðrildi þegar kemur að snyrtibuddunni. Ég er förðunarfræðingur og á frekar mikið af vörum, en það sem ég er alltaf með í buddunni er Estée Lauder Double Wear-farðinn og YSL Instant Moisture Glow primerinn! Svo var ég að fá maskara frá Mac sem er æðislegur. Einnig myndi ég vilja hafa rauðan varalit og augnlínufarða. Þá væri ég nokkuð góð!“

Double Wear-farðinn frá Estée Lauder.
Double Wear-farðinn frá Estée Lauder. mbl.is

Áttu þér uppáhaldsförðunarvörur?

„Mac hefur alltaf verið það sem ég leita í. Þau eiga allt sem þarf. Á seinni árum hef ég einnig verið mjög hrifin af Estée Lauder og YSL. Mér finnst gaman að prófa nýjar vörur og þegar ég fór aðeins yfir förðunarboxið fyrir viðtalið fann ég allt að eitt hundrað mismunandi merki. Allt frá Gosh í Chanel.“

Hvað keyptir þú þér síðast tengt fatnaði?

„Ég keypti mér síðast fjólubleikan kjól frá Asos og var í honum á afmælinu mínu í janúar. Hann var keyptur á útsölu í stundarbrjálæði, en hann er gjörsamlega truflaður! Mig langar að vera í honum alla daga.“

Karlotta í kjól frá ASOS.
Karlotta í kjól frá ASOS. mbl.is

Hvaða skótegund heldur þú mest upp á?

„Ég á tvenna skó frá merki sem heitir Lamoda og fæst það á Asos til dæmis. Mjög töff og öðruvísi skór myndi ég segja. Þeir vinna alla vega mjög vel á móti krúttlegum kjólum! Annars á ég heilt safn af hvítum skóm sem bíða eftir sumrinu!“

Skór frá Lamoda.
Skór frá Lamoda. mbl.is
Skór frá Lamoda.
Skór frá Lamoda. mbl.is

Áttu uppáhaldsverslanir í borginni?

„Ég verð að viðurkenna að ég versla nánast allt á netinu, það er auðveldast fyrir mig, einstæða móður í vinnu og alls konar verkefnum. Verslanirnar sem ég fer helst í hér á landi eru Zara og Gallerí 17.“

Hver er uppáhaldsmorgunmaturinn þinn?

„Ég borða ekki morgunmat, því ég fasta yfirleitt frá átta á kvöldin til tólf daginn eftir. En um helgar finnst mér æðislegt að fá mér „brunch“ hjá mömmu og stjúppabba með syni mínum.“

Hvert er slagorð þitt fyrir árið 2020?

„Að standa með sjálfri mér.“

Brúnkukrem frá Marc Inbane.
Brúnkukrem frá Marc Inbane. mbl.is
Shampoo og næring fyrir viðkvæmt hár.
Shampoo og næring fyrir viðkvæmt hár. mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál