Svona endurlífgarðu húðina

Renee Zellweger leit sérlega vel út á BAFTA-verðlaununum.
Renee Zellweger leit sérlega vel út á BAFTA-verðlaununum. AFP

Við komumst í gegnum janúar til þess eins að uppgötva að veturinn er langt frá því að vera yfirstaðinn. Spegilmyndin kann að sýna heldur þreytulega ásýnd, nánast eins og húðin liggi í vetrardvala. Núna er tíminn til að vekja hana, endurræsa og ná fram auknum ljóma.

Húðin endurlífguð

Fátt jafnast á við góða djúphreinsun húðarinnar þar sem við losnum við allar dauðu húðfrumurnar sem geta dregið úr náttúrulegum ljóma húðarinnar. Ávaxtasýrur hafa ávallt komið að góðum notum til að auka ljóma húðarinnar, jafna áferð hennar og losna við dauðar húðfrumur. Prófaðu Sublime Skin Peel Pad-sýruskífurnar frá Comfort Zone en þetta er hugsað sem mánaðarmeðferð til að lífga upp á húðina. Einu sinni í viku er svo gott að nota andlitsmaska sem hentar ástandi húðarinnar en GlamGlow Youthmud Glow Stimulating Treatment hefur notið mikilla vinsælda fyrir þá sem einfaldlega vilja endurræsa húðina. Þessi andlitsmaski endurnýjar húðina, vinnur gegn litabreytingum og inniheldur öfluga blöndu andoxunarefna.

GlamGlow Youthmud Glow Stimulating Treatment.
GlamGlow Youthmud Glow Stimulating Treatment.
Comfort Zone Sublime Skin Peel Pad.
Comfort Zone Sublime Skin Peel Pad.

Öflug andlitskrem

Það kann að vera sniðugt að prófa nýtt andlitskrem til að vekja upp húðina og halda henni í góðu formi yfir þungu vetrarmánuðina. GinZing-línan frá Origins byggir á ginseng, koffíni og sítrusávöxtum en vörurnar eru sérstaklega hannaðar til að fríska upp á þreytta húð og endurvekja hana. Ef þér finnst húðin vera bæði þreytt og slöpp þá skaltu prófa Smart Clinical MD-andlitskremið frá Clinique. Þetta er nýtt andlitskrem sem þéttir húðina og endurmótar sem skapar aukna ásýnd lyftingar.

Origins GinZing Oil-Free Energy-Boosting Moisturizer.
Origins GinZing Oil-Free Energy-Boosting Moisturizer.
Clinique Smart Clinical MD Multi-Dimensional Age Transformer Resculpt.
Clinique Smart Clinical MD Multi-Dimensional Age Transformer Resculpt.

Dregið úr fínum línum á einni viku

Fínar línur og hrukkur geta stundum gert okkur þreytulegri en ella. Þótt flestir séu ánægðir með þessi þroskamerki eru aðrir sem vilja hægja á þessari þróun húðarinnar. Fyrir þá sem tilheyra seinni hópnum er sannreynt innihaldsefni á borð við retinól, form af A-vítamíni, tilvalið að prófa. Benefiance Wrinkle Smoothing Contour Serum er nýtt serum frá Shiseido sem byggir á retinóli. Það sem er einstakt við þetta serum eru retinól-örhylkin í formúlunni en með þeim færðu ferskan skammt af retinóli í hvert sinn sem serumið snertir húðina. Sjáanlegur munur er á umfangi fínna lína á húðinni eftir notkun í einungis eina viku á hverju kvöldi, samkvæmt rannsókn Shiseido. Paraðu serumið við Benefiance Wrinkle Smoothing Eye Cream frá Shiseido til að hressa upp á augnsvæðið.

Shiseido Benefiance Wrinkle Smoothing Contour Serum.
Shiseido Benefiance Wrinkle Smoothing Contour Serum.
Shiseido Benefiance Wrinkle Smoothing Eye Cream.
Shiseido Benefiance Wrinkle Smoothing Eye Cream.

Ljómi og baugabanar

Fljótasta leiðin að ferskara útliti yfir vetrarmánuðina er blanda af góðum ljóma og baugabana. Baugabani er þó ekki það sama og hyljari, hið fyrrnefnda byggir meira á litaleiðréttingu og endurkasti birtu. Ef það nægir ekki til að draga úr ásýnd bauganna er hægt að setja smá hyljara líka til að jafna litinn undir augunum. Light Shifter Brightening Concealer frá Becca virðist þó búa yfir eiginleikum beggja en formúlan inniheldur öflug innihaldsefni á borð við hýalúrónsýru, grænt te og lakkrísrót. Þú færð því aukinn ljóma, létta þekju og mýkra augnsvæði með einni vöru. Strobe Cream frá MAC er svo skotheld vara þegar þú vilt aukinn ljóma í lífið. Þessi formúla er svo fjölþætt: notaðu hana eina og sér, undir farða, yfir farða eða einfaldlega út í farða eða dagkrem til að fá meiri ljóma. Þú virkar ferskari samstundis.

Becca Light Shifter Brightening Concealer.
Becca Light Shifter Brightening Concealer.
MAC Strobe Cream og MAC Prep+Prime Fix+.
MAC Strobe Cream og MAC Prep+Prime Fix+.

Aukinn litur í lífið

Fljótandi bronser er alltaf að njóta aukinna vinsælda. Hann er bæði mjög náttúrulegur á húðinni, blandast henni fullkomlega, og svo má setja örlítið af honum út í dagkrem og breyta því þannig yfir í litað dagkrem. BarePro Glow Bronzer frá BareMinerals er virkilega góð vara til að eiga í snyrtiveskinu en þessi formúla veitir sólkysst útlit á skotstundu, án skuldbindingar. Bronzing Booster frá Nip+Fab er einnig mjög fjölþætt vara en veitir húðinni lit sem endist lengur. Þessari ljómandi og bronslituðu formúlu má blanda út í dagkrem, farða eða einfaldlega bera beint á húðina. Innihaldsefni á borð við E-vítamín veitir aukna mýkt og glýkólsýra fjarlægir dauðar húðfrumur. Þannig hefur Bronzing Booster einnig húðbætandi áhrif. 

BareMinerals BarePro Glow Bronzer.
BareMinerals BarePro Glow Bronzer.
Nip+Fab Bronzing Booster.
Nip+Fab Bronzing Booster.

Brún á heilbrigðan hátt

Þegar neyðin er mest grípa margir í brúnkukrem en því fylgdi oft leiðinleg „brúnkukremslykt“. Núna hefur þó aldrei verið auðveldara að fá smá lit á húðina án þess að skrýtin lykt sveimi yfir en nýjustu formúlurnar eru háþróaðar og innihalda einnig húðbætandi innihaldsefni. Self Tan Purity Bronzing Water Face Mist frá St. Tropez er mjög létt brúnkuvatn sem inniheldur eingöngu náttúrulega litagjafa og andoxunarefni sem styrkja húðina. Hentar vel þeim sem vilja náttúrulegt sólkysst útlit. Fyrir þá sem vilja meiri lit þá er Self Tan Mousse frá TanOrganic frábær kostur. Þessi brúnkufroða inniheldur eingöngu náttúruleg innihaldsefni og er lífrænt vottuð af EcoCert. Innihaldsefni á borð við aloe vera og rakagefandi hýalúrónsýru sjá til þess að húðin fær bæði heilbrigðan lit og aukna mýkt.

St. Tropez Self Tan Purity Bronzing Water Face Mist.
St. Tropez Self Tan Purity Bronzing Water Face Mist.
TanOrganic Self Tan Mousse.
TanOrganic Self Tan Mousse.



Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál