Svona er vortískan: Hedi Slimane hefur talað!

Franska tískuhúsið Celine leggur línurnar fyrir sumartískuna 2020.
Franska tískuhúsið Celine leggur línurnar fyrir sumartískuna 2020. Ljósmynd/Samsett

Franska tískuhúsið Celine, með Hedi Slimane innanborðs, sýndi heillandi línu á tískuvikunni í París í haust. Þetta er þriðja línan sem hann gerir fyrir Celine en áður vann hann fyrir YSL. 

Eins og allir alvörugreifar sótti Slimane innblástur í áttunda og níunda áratuginn og selur fólki þær hugmyndir að útvíðar gallabuxur séu það sem þú verður að eignast fyrir sumarið. Útvíðar gallabuxur, gallaskyrta og blazer-jakki, flaksandi hár og risasólgleraugu er eitthvað sem lengra gengnar skvísur eiga eftir að elska. Risasólgleraugu með örlítilli skyggingu virka eins og gríma þegar við erum eitthvað illa fyrirkallaðar og þurfum vernd frá umhverfinu. Svo segja helstu heilsugúrúar heimsins að það fari betur með lífsklukkuna að vera ekki í flóðlýsingu og betra sé að lifa í örlitlum skugga.

Fyrir þær sem þola ekki gallabuxur og vilja vera aðeins frjálsari eru líka kjólar í línunni úr léttum efnum. Slimane gætir þess vel að taka þá inn í mittið til að leyfa kvenlegum línum að njóta sín. Hvítar útvíðar gallabuxur koma líka sterkar inn og jakkar með gulltölum og svo má ekki gleyma Bermúdabuxunum. Þær munu slá öll met með vorinu. Til þess að vera ekta áttundaáratugar-gella gætir þú farið í leðurstígvél við (eða pleður, ef þú ert vegan). Til að ná þessu lúkki skiptir máli að fara í skó með þykkum hæl og helst með platformi undir tánni. Þessir þykkbotna skór passa líka vel við útvíðu buxurnar og svo lítur hinn hefðbundni kvenmaður út fyrir að vera örlítið spengilegri þegar leggurinn fær örlitla upphækkun. Hver myndi fúlsa við því!

Þessi ljósblái jakki fæst í Mathilda í Kringlunni.
Þessi ljósblái jakki fæst í Mathilda í Kringlunni.
Hvítar gallabuxur og jakki með gulltölum. Það er Celine vor …
Hvítar gallabuxur og jakki með gulltölum. Það er Celine vor 2020.
Útvíðar gallabuxur frá Mathilda í Kringlunni.
Útvíðar gallabuxur frá Mathilda í Kringlunni.
Gallabuxur og gallaskyrta í sama lit við blazer-jakka er það …
Gallabuxur og gallaskyrta í sama lit við blazer-jakka er það sem Celine mælir með þetta vorið.
Risastór sólgleraugu eru stór hluti af vortískunni. Þessi gleraugu eru …
Risastór sólgleraugu eru stór hluti af vortískunni. Þessi gleraugu eru frá Fendi.
Brúnir blazer-jakkar úr leðri eru áberandi í vortískunni. Þessi er …
Brúnir blazer-jakkar úr leðri eru áberandi í vortískunni. Þessi er frá Fendi.
Það er fallegt að setja belti í mittið á mjög …
Það er fallegt að setja belti í mittið á mjög víðum munstruðum kjólum. Þessi var sýndur á tískusýningu Celine.
Hlébarðamunstur halda áfram að vera vinsæl. Þessi kjóll er frá …
Hlébarðamunstur halda áfram að vera vinsæl. Þessi kjóll er frá H&M.
Þessi kjóll er úr H&M.
Þessi kjóll er úr H&M.
Þessi kjóll fæst í Mathilda í Kringlunni.
Þessi kjóll fæst í Mathilda í Kringlunni.
Munstraðir kjólar verða mjög áberandi í vortískunni. Þessi fæst í …
Munstraðir kjólar verða mjög áberandi í vortískunni. Þessi fæst í Mathilda í Kringlunni.
Þessi stígvél eru frá Paris Texas og fást þau víða …
Þessi stígvél eru frá Paris Texas og fást þau víða um heim.
Ítalska tískuhúsið Prada er að vaxa mikið þessa dagana. Þessi …
Ítalska tískuhúsið Prada er að vaxa mikið þessa dagana. Þessi taska er ný af nálinni hjá þeim.
Celine 2020.
Celine 2020.
Brúnt rúskinn er áberandi í vortískunni. Þessi stígvél eru frá …
Brúnt rúskinn er áberandi í vortískunni. Þessi stígvél eru frá Saint Laurent.
Chloé kann að gera geggjuð sólgleraugu. Þessi eru úr vorlínunni …
Chloé kann að gera geggjuð sólgleraugu. Þessi eru úr vorlínunni 2020.
Dragtarjakkar eru stór hluti af vortískunni. Þessir fást í Mathilda …
Dragtarjakkar eru stór hluti af vortískunni. Þessir fást í Mathilda í Kringlunni.
Bermúdabuxur verða heitar í vor. Þetta dress er frá Celine.
Bermúdabuxur verða heitar í vor. Þetta dress er frá Celine.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál