Viktoría féll frá í janúar og vinir selja fötin hennar

Systurnar Linzi og Viktoría ásamt föður sínum.
Systurnar Linzi og Viktoría ásamt föður sínum. Ljósmynd/Aðsend

Fjölskylda og vinir Viktoríu Hrannar Axelsdóttir standa að baki fatamarkaðs á Petersen svítunni um helgina. Með því vilja þau heiðra minningu Viktoríu sem féll frá í janúar síðastliðinn.

Allur ágóði af fatasölunni rennur óskiptur til Píeta samtakanna en samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Málefnið stendur aðstandendum Viktoríu nærri.

„Systir mín var algjör prinsessa, elskaði að versla sér föt og að fara í Extraloppuna og sambærilega markaði. Mig langaði svo gefa fötunum hennar nýtt líf og í leiðinni leggja góðu málefni eins og Píeta samtökunum lið. Það var eitthvað svo miklu skemmtilegri tilhugsun en að fötin hennar myndu hverfa í einhvern fatagám í svörtum plastpokum,“ segir Linzi Trosh, systir Viktoríu.

Föt, fylgihlutir og skór Viktoríu verða til sölu á markaðnum en einnig föt vinkvenna hennar, Linzi og fleiri aðstandenda. „Það hefur líka fullt af fólki haft samband og boðist til að koma með föt. Þannig við erum með ótrúlega mikið magn af fötum,“ segir Linzi.

Linzi og aðstandendur Viktoríu vilja með fatamarkaðnum vekja athygli á Píeta-samtökunum en til samtakanna geta leitað einstaklingar og aðstandendur sem vilja fá hjálp og viðtal hjá fagfólki. Gefinn er kostur á allt að 15 viðtölum án endurgjalds.

Nánari upplýsingar um fatamarkaðinn má finna á Facebook. Þeir sem vilja styrkja Píeta samtökin er bent á vef Píeta.

Viktoría ásamt vinkonum sínum.
Viktoría ásamt vinkonum sínum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál