Brjóstin héngu út úr kjólnum

Kjóllinn passaði ekki alveg eins og hann átti að gera.
Kjóllinn passaði ekki alveg eins og hann átti að gera. Skjáskot/Twitter

Hin breska Courtney Henderson vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún mátaði kjól sem hún hafði pantað á netinu. 

Kjóllinn var grænn og fallegur og opinn á rifbeinunum. Á fyrirsætunni á vefsíðunni passaði kjóllinn vel og var einstaklega flottur. Þegar Henderson var komin í kjólinn var hins vegar eitt vandamál, brjóstin á henni komu út um götin sem áttu að vera á rifbeinunum.

Kjóllinn passaði ekki eins og hann gerði á fyrirsætunni.
Kjóllinn passaði ekki eins og hann gerði á fyrirsætunni. Samsett mynd

Henderson hafði pantað kjólinn af Dressmezee fyrir afmælið sitt og var því frekar leið að geta ekki með nokkru móti klæðst honum. Henni þótti þetta þó of fyndið til að deila ekki á samfélagsmiðlum. 

mbl.is