„Það er hægt að fjárfesta í góðu hári“

Hárvörurnar frá Davines eru vinsælar um þessar mundir.
Hárvörurnar frá Davines eru vinsælar um þessar mundir. mbl.is

Egill Einarsson hársnyrtir er einn af eigendum Slippsins hársnyrtistofu. Hann segir gott fagfólk og vandaðar hárvörur vera lykilinn að fallegu hári. Að fjárfesta í hárinu virðist skila sér margfalt að hans mati.

Egill er frá Dalvík og segir örlögin hafa gripið inn í þegar hann byrjaði að starfa í faginu á sínum tíma.

Egill Einarsson hársnyrtir er einn af eigendum Slippsins hársnyrtistofu.
Egill Einarsson hársnyrtir er einn af eigendum Slippsins hársnyrtistofu. mbl.is

„Mér var boðin vinna sem nemi og var á þeim tíma svolítið í lausu lofti og vissi ekki alveg við hvað mig langaði að gera. Á þessum tíma hafði ég ákveðið að flytja frá Dalvík til Reykjavíkur. Svo ég ákvað að slá til. Ég fann mig vel á þeirri stofu sem ég fór á og kynntist góðu og vönduðu fagfólki sem smitaði mig af áhuga sínum. Ég hef ekki litið um öxl síðan þá.“

Egill segir að á Slippnum leggi þau mikið upp úr góðum vörum.

„Við notum vörur og liti frá Davines sem er ítalskt merki og leggur mikið upp úr sjálfbærni, umhverfismeðvitund og gæðum. Sem dæmi um þetta erum við með áfyllingabar fyrir sjampó þar sem fólk getur komið með brúsana sína og látið fylla á þá í stað þess að kaupa alltaf nýjan og nýjan brúsa svo eitthvað sé nefnt.“

Egill segir að klipping skipti miklu máli þegar kemur að …
Egill segir að klipping skipti miklu máli þegar kemur að hárinu. mbl.is

Egill segir margar konur hafa áhuga á að vera með þykkt og gott hár.

„Konur sem vilja hafa þykkt hár, ættu að passa að nota viðeigandi sjampó og næringu. Ég mæli sem dæmi með Volu frá Davines sem þyngir ekki hárið. Einnig er gott að nota viðeigandi efni í hárið áður en maður blæs það. Það eru nokkur góð efni sem hægt er að mæla með. Ég mæli með því að hver og einn finni efni við sitt hæfi. Í uppáhaldi hjá mér þessa dagana er blásturefni eins og Blowdry Primer frá Davines, úr Your Hair Assistant-línunni. Síðan get ég alltaf mælt með Liquid Spell-froðunni frá Davines einnig. Það er gott að eiga annað hvort púður sem gerir hárið stamara og auðveldar að móta það og búa til fyllingu eða nota Dry Texturizer-lakk, sem er vinsæl vara hjá okkur sem er blanda af þurrsjampói og hárlakki.“

Klippingin skiptir miklu máli

Egill segir að það megi ekki gleyma hversu miklu máli skiptir að vera með góða klippingu.

„Mikilvægt er að hárið sé klippt á þann veg að auðveldara sé að fá fyllingu í rótina. Eins er mikilvægt að þynna ekki of mikið úr endum ef hárið er fíngert og þig langar að hafa það þykkt.“

Aðspurður hvað fólk ætti aldrei að gera tengt hárinu á sér sjálft segir hann að fólk ætti að varast heimalitun.

„Ég er á því að við ættum aldrei að reyna öfgafullar hárbreytingar heima. Heimalitun og þá sér í lagi hárlýsing, sem geta farið illa með hárið, er eitthvað sem við fagfólk reynum að fá alla til að forðast. Auðvitað hafa margir klippt aðeins af toppnum eða sært enda heima til að bjarga sér tímabundið, en um leið og róttækari aðferða er þörf, þá er alltaf betra að leita til fagaðila.“

Blowdry Primer frá Davines blástursefnið er í uppáhaldi hjá Agli …
Blowdry Primer frá Davines blástursefnið er í uppáhaldi hjá Agli núna. mbl.is

Mikilvægt að hver finni sinn eigin stíl

Þegar kemur að hártískunni í ár segir Egill tískuna alltaf teygjanlegt hugtak.

„Ég er mjög mikið fyrir að fólk finni sér hárgreiðslu sem fer því vel og hentar hárgerð þeirra. Almennt er fólk hrifið af millisíðu hári í dag, toppum og svo finnst mér fólk vera að halda sig við náttúrulega hárliti áfram. Ferskjulitað hár er einnig vinsælt og náttúruleg „balyague“ hárlitun sem er einn litur í rót og annar í endum. Eins er strandarútlitið með smávegis dýpt í litun í rót áfram vinsælt. Þeir sem velja að fara aðeins lengra í hárlitun leita í gula liti sem og pastellitina. Strákarnir hafa verið mikið í „skinfade“ rakstri, 90's toppum og herralegu útliti sem er alltaf klassískt og verður áfram vinsælt á þessu ári.

Ég sé samt fyrir mér að „indie“ hártískan fari að verða vinsæl aftur, þar sem við sjáum aðeins meira hár. Hver veit svo nema að við sjáum glitta í einn og einn aðila, með sítt að aftan? Ég er ekki viss um hvort það verður eða hvort þetta er mín eigin óskhyggja, en við sjáum til með það.“

Volu sjampó frá Davines er gott fyrir fíngert hár.
Volu sjampó frá Davines er gott fyrir fíngert hár.

Fagfólk má ekki fara yfir mörk viðskiptavina

Egill er með áhugaverðan vinkil þegar kemur að þjónustu fagaðila í greininni sinni.

„Ég tel mikilvægt að finna sér fagaðila sem gefur sér tíma í ráðgjöf. Ég hef heyrt um aðila sem fara sjaldan á stofu, því þeir eru að safna hári og finnst klipparinn sinn ekki virða þau mörk. Það ætti ekki að vera þannig. Fagfólk á að virða mörk og þarfir viðskiptavinarins. Eins ætti fagfólk að fræða fólk um leiðir til að halda hárinu heilbrigðu og góðu á meðan það er að vaxa svo dæmi séu tekin.“

Aðspurður hvað er best að gera til að fá frábært hár segir hann:

„Þú sem viðskiptavinur þarft að vera ánægður en að sama skapi er mikilvægt að þú getir hlustað á hvaða leiðir fagfólk ráðleggur þér að fara. Ef útlitið sem þig langar í er langt frá hárinu á þér í dag er gott að ákveða hvernig það á að vera og finna leiðir til að þú getir hugsað um það inni á milli.

Það er sem dæmi mikilvægt fyrir þá sem eru með fíngert hár að það sé heilbrigt og vel klippt. Vörur og umhirða skipta einnig miklu máli.“

Þegar kemur að besta húsráðinu þá segir Egill það sennilega vera kókosolíu í þurrt hár.

„Það er skaðlaust og gerir hárinu ekkert illt. Það er þó allt gott í hófi og skal hafa í huga að hárið getur orðið of feitt sé olían ofnotuð. Annars prófa margir að taka sjampópásu, því sjampó getur þurrkað hárið og það hentar sumum. Þá er notað einungis næringu í endana ef hárið er sítt sem dæmi.“

Dry Texture hárlakkið aðstoðar við að móta hárið.
Dry Texture hárlakkið aðstoðar við að móta hárið.

Fjárfesta þarf í fallegu hári

Egill er tilbúinn að upplýsa um muninn, sem hann segir talsverðan, á að kaupa lit í apóteki sem dæmi eða fara í lit á stofu.

„Þetta er tvennt ólíkt, en fer líka eftir merkjum og fleiru.

Almennt séð eru fagmenn að vinna með betri vörur sem fara betur með hárið og aðalmálið er að þeir eru fagmenn sem kunna að meðhöndla efnin og forðast frekar ýmislegt sem getur farið úrskeiðis ef ekki er vel hugað að því.“

Egill er á því að fjárfesta þurfi í fallegu hári eins og öllu öðru.

„Gott fagfólk og vandaðar hárvörur er eitthvað sem ég mæli með ef fólk ætlar að fjárfesta í góðu hári.“

Margvíslegar vörur frá Davines.
Margvíslegar vörur frá Davines.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál