Íslensk kona fær kýli í handakrika - hvað er til ráða?

Íslensk kona fær reglulega kýli í handakrikann.
Íslensk kona fær reglulega kýli í handakrikann. Ljósmynd/Unsplash

Arna Björk Kristinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem er að fá kýli reglulega í handakrika. 

Hæ!

Nú hef ég verið að fá kýli í handakrika svo slæm það er ekki hægt að hleypa út úr þeim, ég þarf að fara til læknis til þess en þeir telja þetta ekki vera inngróin hár, eitthvað annað sem þetta getur verið?

Kveðja, P

Arna Björk Kristinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda.
Arna Björk Kristinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda.

Sæl

Það kemur ekki fram hversu stór þessi kýli eru og hvort þau komi alltaf á sömu staði. Því er erfitt að meta hvað þetta getur verið og ástæðurnar geta verið margar.

Ein af algengum orsökum fyrir útbrotum og bólum er hársekkjabólga (enska folliculitis). Hársekkjabólga getur valdið roða, kláða og oftast minni graftarbólum. Þetta er oft orsakað af sýkingu, bakteríu eða sveppa, og ef hún er væg gengur hún yfir á stuttum tíma.

Ef kýlin eru stærri gæti þetta verið húðsjúkdómur sem kallast Hidradenitis suppurativa. Þetta er bólgusjúkdómur í húð sem veldur bólgum, kýlum og stundum öramyndun. Þetta myndast oftast á þeim svæðum þar sem núningur er, t.d. í handarkrika, nára og undir brjóstum. Þetta er langvinnur sjúkdómur sem þarfnast meðhöndlunar.

Eins og ég sagði að ofan er erfitt að meta þetta einungis út frá lýsingum. Ég ráðlegg þér því eindregið að panta tíma hjá heimilislækni eða húðlækni til að láta skoða þetta.

Kær kveðja, 

Arna Björk Kristinsdóttir húðlæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Örnu Björk spurningu HÉR. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál