Yngjandi krem fyrir konur um sextugt

Isabella Rossellini hannaði kremlínuna í samstarfi við Lancôme.
Isabella Rossellini hannaði kremlínuna í samstarfi við Lancôme.

Bára Hafsteinsdóttir, snyrtifræðingur hjá Lancôme, segir að fólk þurfi allt öðruvísi krem til að bera á húðina eftir sextugt. Þess vegna hafi Lancôme brugðist við og hannað nýja kremlínu í samstarfi við Isabellu Rossellini.

„Þarfirnar eru allt aðrar en þegar við erum 30 ára og því eðlilegar kröfur að snyrtivörufyrirtækin hanni krem sem sinnir þörfum þeirra. Húðin þynnist, verður gráleitari, þurrari, útlínur verða óskýrari og húðin missir ljóma,“ segir Bára og bætir við að konur um sextugt séu ennþá í blóma lífsins og vilji líta vel út. 

Bára Hafsteinsdóttir veit hver réttu trixin eru þegar kemur að …
Bára Hafsteinsdóttir veit hver réttu trixin eru þegar kemur að góðum kremum og snyrtivörum. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Rênergie multi-glow er lína sem samanstendur af dagkremi, augnkremi og nú næturkremi sem var að bætast við línuna.

„Rênergie Multi-Glow er dagkrem sem gefur góða næringu, raka og ljóma. Áferðin er mjög nærandi, gengur strax inn í húðina og gefur léttan lit án þess að vera litað dagkrem. Það gefur þennan frísklega ljóma sem allir vilja hafa. Húðin verður þéttari, bjartari og meira ljómandi. Hrukkur og fínar línur mýkjast, endurnýjun húðar eykst og hún verður fyllri,“ segir hún.

Bára segir mikilvægt að bera á sig næturkrem og þá komi Rênergie Nuit Multi-Glow að góðum notum.

„Það er meira nærandi en dagkremið. Það er mjög endurnýjandi, lyftandi og styrkir húðþekjuna yfir nóttina og viðheldur heilbrigði hennar,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál