Helena Hafliða: Neonlitir og kúrekastígvél gera allt vitlaust

Helena Hafliðadóttir elskar vinnuna sína en hún hefur starfað í …
Helena Hafliðadóttir elskar vinnuna sína en hún hefur starfað í Mathildu í þrjú ár.

Verslunin Mathilda í Kringlunni fagnar fimm ára afmæli í dag. Helena Hafliðadóttir hefur starfað í versluninni í þrjú ár og segir að það að starfa í verslun sé sitt draumastarf. Þegar Helena er spurð út í vor- og sumartískuna segir hún að það sé margt spennandi í gangi. 

Sterk áhrif frá áttunda áratugnum er að finna í vortískunni.
Sterk áhrif frá áttunda áratugnum er að finna í vortískunni.

„Í vortískunni verða mildir tónar í bland við sterka og skæra liti. Áhrif frá áttunda áratugnum verða áberandi og stíllinn verður dálítið retró-legur,“ segir Helena. 

Þegar hún er spurð hvað helstu skvísur þurfi að eiga til að tolla í tískunni nefnir hún flíkur úr leðri í náttúrulegum litum og svo verði silkiskyrtur mjög áberandi. 

„Svo má geta þess að tjullpils setja svip á vortískuna. Fallegt er að vera í kúrekastígvélum eða strigaskóm við þau. Svo koma útvíðar buxur sterkar inn og ekki verra af þær eru svolítið tættar að neðan. Það sem er alveg nýtt og ferskt eru neonlitir sem eru að koma sterkir inn. Það er fallegt að blanda skæru litunum við náttúrulega liti og þá verður til ný og falleg samsetning.“

Þegar Helena er spurð hvað sé skemmtilegast við starfið í Mathildu segir hún að það sé að fá að vinna við sitt aðaláhugamál. 

„Það sem er skemmtilegast er að fá að starfa við sitt áhugamál en það að vinna við tísku er draumastarfið mitt. Ég hef ánægju af því að vera í samskiptum við kúnnana og vera innan um öll okkar flottu merki,“ segir hún en í Mathildu fást merki eins og Ralph Lauren, Anine Bing, Sand, Armani og svo mætti lengi telja.

Mildir jarðarlitir verða áberandi í bland við neon-liti.
Mildir jarðarlitir verða áberandi í bland við neon-liti.
Hvern dreymir ekki um appelsínugulan jakka?
Hvern dreymir ekki um appelsínugulan jakka?
Kúrekastígvél eru komin aftur í móð.
Kúrekastígvél eru komin aftur í móð.
Silkiskyrtur verða áberandi í sumartískunni.
Silkiskyrtur verða áberandi í sumartískunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál