Hvorki hvít né horuð

Paloma Elsesser á tískusýningu Fendi þann 20. febrúar í Mílanó.
Paloma Elsesser á tískusýningu Fendi þann 20. febrúar í Mílanó. AFP

Fyrirsætan Paloma Elsesser sló í gegn á tískuvikunum í París og Mílanó í febrúar og mars. Það eru margar konur sem spegla sig ekki í grönnum fyrirsætum lúxusfatamerkja og það varð breyting þegar Elesser þrammaði niður í tískupallana í þekktustu tískuborgum heims. Fáheyrt er að fyrirsætur í stærri númerum fái tækifæri á tískupöllum stóru tískuhúsana. 

Elesser gekk tískupallana fyrir hátískumerkin Fendi, Lanvin og Alexander McQueen. Hún hefur starfað sem fyrirsæta í nokkur ár en ekki fengið viðlíka tækifæri og í ár. Skortur á tækifærum skrifast meðal annars á vaxtarlag hennar. Flestar fyrirsætur sem ganga tískupallana fyrir hátískumerki eru ekki bara mjög grannar heldur oft og tíðum hvítar líka, Elesser er hvorugt. 

Elesser hefur gengið vel í fyrirsætustörfum en segir í viðtali við Vogue að fyrirsætur á borð við hana hafi verið útilokaðar frá tískusýningum hátískumerkja. Hún segir þær ekki koma til greina og ef þær kom til greina á tískupallana þá komi þær alls ekki til greina fyrir hátísku. Hún segir að sýningarnar í Mílanó og París hafi verið eitthvað nýtt, spennandi en um leið skelfilegt. 

„Ef ég kvarta undan hvernig tískupallarnir hafa virkað í gegnum tíðina og fæ síðan þessi tækifæri [til þess að breyta hlutunum] verð ég að taka að mér verkefnin, þrátt fyrir ótta minn eða litla reynslu. Ég vil taka þessum störfum svo ég þurfi ekki að kvarta einn daginn.“

Paloma Elsesser sýndi flottan kjól frá Alexander McQueen í París …
Paloma Elsesser sýndi flottan kjól frá Alexander McQueen í París í byrjun mars. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál