Láttu eins og þú sért ómáluð þegar þú ert í raun stífmáluð!

„No makeup makeup“ er það heitasta núna og fram á vor og sumar þar sem konur vilja nota förðunarvörur en samt ekki að það sjáist á húðinni. Sigurlín Ósk Hrafnsdóttur, förðunarfræðingur hjá Urban Decay, kennir réttu trixin til þess að ná fram þessum náttúrulegu áhrifum. 

Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir förðunarfræðingur.
Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir förðunarfræðingur.
Förðunarfræðingur Urban Decay, Sigurlín Ósk, veit hvernig við eigum að ná fram náttúrulegri förðun sem þó þekur og jafnar húðina sem er svo eftirsótt þessa dagana. Undirstaðan í fallegri og náttúrulegri förðun er góður raki og mikill ljómi. Þessir eiginleikar koma í veg fyrir að línur og opnar húðholur verði of áberandi í förðuninni. Þessi trix gefa líka aukna útgeislun.

Nýr farðagrunnur frá Urban Decay var að koma á markað sem gefur aukinn ljóma, jafnar yfirborð húðarinnar og eykur raka í húðinni allan daginn.

„Mér finnst æðislegt að blanda dropa af farðagrunninum við dropa af farðanum mínum þegar ég vil extra létta og rakakennda áferð en fyrir meiri þekju ber ég grunninn yfir allt andlitið áður en ég dreifi farðanum yfir það,“ segir Sigurlín Ósk.

Urban Decay kom nýlega með farðalínu á markaðinn; Stay Naked, sem inniheldur rakagefandi og nærandi eiginleika.

Farðinn er góður að því leytinu til að hann er með 100% súrefnisflæði til og frá húðinni svo okkur líður eins og við séum ekki með neitt á okkur.

Stay NAKED farðinn.
Stay NAKED farðinn.
Stay NAKED Threesome er sólarpúður, kinnalitur og ljómi í einu …
Stay NAKED Threesome er sólarpúður, kinnalitur og ljómi í einu setti.

„Hyljarinn í sömu línu hefur sömu eiginleika og dagsdaglega nota ég jafnvel bara primerinn yfir allt andlitið og hyljarann á áherslusvæði andlits.

Til að toppa létta förðun finnst mér alltaf fallegt að setja smá sólarpúður og kinnalit til að ná fram ferskleikanum. Mitt uppáhald þessa stundina er 3 in 1-palletta sem inniheldur kinnalit, sólarpúður og highlighter. Þessu blanda ég öllu létt saman í stóran, mjúkan bursta og dreifi yfir andlitið í þrist. Það er að segja frá hársrót fyrir ofan augabrúnir, niður á kinnbein og loks niður á kjálka.

Til að förðunin endist eins og ósnert yfir daginn er lokaskrefið hjá mér alltaf All Nighter Setting Spray sem gefur förðuninni allt að 16 tíma aukaendingu,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál