Með ógnarstór brjóst en ekki hætt stækkunum

Brjóst Foxy Menagerie eru mjög stór.
Brjóst Foxy Menagerie eru mjög stór. skjáskot/Instagram

Hin 42 ára gamla Foxy Menagerie frá Bandaríkjunum byrjaði að fara í brjóstastækkanir fyrir sex árum og hefur ekki hætt síðan. Hún segist vera í skálastærð ZZ og er ekki hætt að fara í brjóstastækkanir og aðrar lýtaaðgerðir. Líf hinnar brjóstgóðu Menagerie er þó ekki bara dans á rósum en hún á til dæmis erfitt með að halda jafnvægi með svona stór brjóst. 

Menagerie byrjaði að fara í lýtaaðgerðir til þess að jafna sig eftir skilnað að því er fram kemur á vef Daily Mail. Hún virðist þó vera komin með einhvers konar fíkn í lýtaaðgerðir og segist vera hrifin af útkomunni. Hún lætur ekki bara gera eitthvað við sig þar sem hún er með það að markmiði að líta út eins og teiknimyndafígúran Jessica Rabbit. Rauðhærða teiknimyndafígúran er með stór brjóst, stóran rass en agnarsmátt mitti og þykir Menagerie stundaglasvöxturinn eftirsóknarverður. 

„Mér líður frábærlega þegar ég er búin í aðgerð, það gerir mig svo glaða að sjá þessa nýju manneskju sem ég er að verða,“ segir Menagerie. 

Menagerie segist elska stærðina á brjóstunum en stærðinni fylgja nokkrir gallar. „Það versta við að vera með svona stór brjóst eru nokkrir litlir hlutir sem ég kemst allt í einu að að ég get ekki gert,“ segir Menagerie. Segir hún til dæmis erfitt að elda á gashellu. Það er einnig erfitt fyrir hana að fara í skó þar sem hún getur ekki beygt sig fram. „Ég dett oft þegar ég geng niður stiga. Þannig að ég held mér í handrið til þess að bjarga lífi mínu.“

View this post on Instagram

I hope everyone's had an awesome weekend!

A post shared by Foxy Menagerie Verre (@foxy_menagerie) on Feb 9, 2020 at 3:58pm PST

 

View this post on Instagram

Winter weekend afternoon.

A post shared by Foxy Menagerie Verre (@foxy_menagerie) on Mar 1, 2020 at 1:02pm PST



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál