Louis Vuitton framleiðir handspritt

Louis Vuitton hefur framleiðslu á handspritti.
Louis Vuitton hefur framleiðslu á handspritti. Ljósmynd/Wikipedia.org

Tískuvörufyrirtækið Louis Vuitton mun hefja framleiðslu á handspritti í dag. Eigandi Louis Vuitton, LVMH, tilkynnti þetta í gær.

Skortur á handspritti hefur verið víða í Frakklandi og hyggst LVMH gefa heilbrigðisyfirvöldum í Frakklandi alla framleiðsluna án endurgjalds. 

„Við munum senda handsprittið án endurgjalds til heilbrigðisyfirvalda. LVMH mun nýta framleiðslu sína á ilmvatni og snyrtivörum til þess að framleiða handspritt í miklu magni frá og með mánudeginum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Í ilmvatns- og snyrtivöruverksmiðjum LVMH eru alla jafna hágæða snyrtivörur framleiddar fyrir stærstu og dýrustu snyrtivörumerki heims, Christian Dior og Givenchy. 

Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif í Frakklandi, en veitingastöðum, kaffihúsum og verslunum sem selja annað en nauðsynjar hefur verið lokað þar í landi.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál