Steldu stíl Ölmu Möller landlæknis

Fallegar skyrtur eru áberandi í fataskáp Ölmu Möller landlæknis.
Fallegar skyrtur eru áberandi í fataskáp Ölmu Möller landlæknis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alma Dagbjört Möller landlæknir hefur verið áberandi undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Alma hefur vakið sérstaka athygli fyrir fallegan og klassískan klæðaburð á daglegum blaðamannafundum. Nokkur umræða hefur átt sér stað um fatnað hennar bæði á samfélagsmiðlum og kaffistofum landsins. 

Alma hefur klæðst nokkrum flíkum frá sænska merkinu Stenströms á blaðamannafundunum undanfarnar vikur. Merkið á sér yfir 100 ára gamla sögu og fæst meðal annars í Hjá Hrafnhildi. Ekki er ólíklegt að Alma hafi kynnst merkinu í Svíþjóð en þar bjó hún og starfaði um tíma. 

mbl.is/​Sig­urður Unn­ar

Alma vakti sérstaka athygli þegar hún klæddist fallegri herðaslá með gylltum tölum um helgina. Á vef Stenströms má finna herðaslána, sem er úr 100 prósent merinóull. Flíkin kostar 289 evrur eða um 45 þúsund á gengi dagsins í dag.

Herðaslá frá Stenströms
Herðaslá frá Stenströms ljósmynd/Stenstroms.com

Í vefversluninni má finna margar skyrtur með fallegum slaufum rétt eins og Alma er vön að klæðast. Verslunin Hjá Hrafnhildi selur vörur sænska merkisins á Íslandi og má til að mynda finna fallega skyrtu í vefverslun búðarinnar með fallegri slaufu í anda þess sem Alma klæðist. Kostar sú skyrta 39.980. 

Skyrta frá Sandströms í anda Ölmu landlæknis.
Skyrta frá Sandströms í anda Ölmu landlæknis. skjáskot/Hjá Hrafnhildi

Alma tók við landlæknisembættinu fyrir tæpum tveimur árum og þegar myndasafn mbl.is og Morgunblaðsins er skoðað kemur afgerandi fatastíll hennar bersýnilega í ljós. 

Alma í bláum jakkafatajakka og hvítri skyrtu með slaufu.
Alma í bláum jakkafatajakka og hvítri skyrtu með slaufu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Alma Möller landlæknir árið 2019 í teinóttum jakkafatajakka og hvítri …
Alma Möller landlæknir árið 2019 í teinóttum jakkafatajakka og hvítri skyrtu með áberandi slaufu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Alma í svörtum jakkafatajakka og í hvítri skyrtu með svörtum …
Alma í svörtum jakkafatajakka og í hvítri skyrtu með svörtum köntum og auðvitað slaufu. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Alma D. Möller landlæknir í afar fallegri blárri dragt og …
Alma D. Möller landlæknir í afar fallegri blárri dragt og skyrtu með svartri slaufu árið 2018. mbl.is/Eggert
Blússan Hagi frá Farmers Market smellpassar fyrir þig ef þú …
Blússan Hagi frá Farmers Market smellpassar fyrir þig ef þú vilt stela stílnum hennar Ölmu.
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál