Með vörtu eða stíflaðan tárakirtil — hvað er til ráða?

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem er með stíflaðan tárakirtil og leitar ráða. 

Sæl Þórdís. 

Ég er með vörtu/stíflaðan tárakirtil við vinstra augað. Hvernig er hægt að fjarlægja þetta, með skurði eða leysiaðferð?

Kær kveðja,

BHH

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Árni Sæberg

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Ef táragöngin eru stífluð ráðlegg ég þér að fá tíma hjá augnlækni. Ef fyrirferðin er í augnkróknum getur þetta verið stífla þar. Táragöngin flytja tárvökva niður í nefhol. Ef þau stíflast er mikil hætta á bakteríusýkingu. Ef þetta er varta geturðu leitað til lýtalæknis til þess að láta fjarlægja hana með lítilli skurðaðgerð í staðdeyfingu.

Gangi þér vel og með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is