Bjargráð frá naglafræðingi stjarnanna

Renee Zellweger var með fínar neglur á Óskarnum.
Renee Zellweger var með fínar neglur á Óskarnum. AFP

Hvað gerir fólk nú sem er vant að fara í neglur á tveggja vikna fresti? Á tímum sem þessum er ekki slæmt að fara eftir ráðum frá konunni sem sér um að halda nöglum Hollywood-stjarna á borð við Gal Godot, Renée Zellweger og Söndru Oh fullkomnum. Christina Aviles Aude greindi frá því á vef E! hvernig hægt er að halda nöglunum fínum á tímum kórónuveirunnar. 

Ef nagladrottningin í Hollywood ætlar að dekra við sjálfa sig pússar hún neglurnar áður en hún fer í sturtu. Þegar hún er búin í sturtu notar hún handklæði til þess að laga naglaböndin á tám og fingrum. Hún leyfir svo 30 mínútum að líða áður en hún lakkar á sér neglurnar.  Segir hún mjög mikilvægt að leyfa nöglunum alveg að þorna. 

Nú þegar margir þvo sér um hendur og nota spritt eins og enginn sé morgundagurinn mælir Christina Aviles Aude með því að fólk noti efni á neglurnar sem gefi þeim raka. Hún mælir einnig með því að fólk noti gott krem á hendurnar. Ef það notar ekki handkrem eftir hvern handþvott þá í annað hvert skipti. 

Gal Gadot elskar dökkt naglalakk.
Gal Gadot elskar dökkt naglalakk. AFP

Þegar kemur að nýjustu tísku í neglum segir Christina Aviles Aude að leikkonan Gal Gadot sé mjög hrifin af dökkum naglalökkum. Hún segir að dökkir litir séu ekki bara haustlitir. 

Ungstirnið Chloé Grace Moretz er einnig einn af kúnnum Christinu Aviles Aude. Hún segir að leikkonan unga sé hrifin af grænum, bláum, gráum og metallitum nú þegar farið er að vora. Sjálf var naglafræðingurinn aldrei sérstaklega hrifin af neonlitum sem komust í tísku fyrir ekki svo löngu. 

Chloe Grace Moretz er meðal annars hrifin af grænum, bláum, …
Chloe Grace Moretz er meðal annars hrifin af grænum, bláum, gráum og metallitum. AFP
Christina Aviles Aude sá um neglur Söndru Oh á Óskarnum.
Christina Aviles Aude sá um neglur Söndru Oh á Óskarnum. AFP
mbl.is