Endar þú með svona klippingu í samkomubanni?

Heimaklippingar ganga ekki alltaf vel.
Heimaklippingar ganga ekki alltaf vel. Samsett mynd

Allar hárgreiðslustofur hafa lokað tímabundið á meðan samkomubann er í gildi. Það þýðir að flest okkar verða líklegast frekar úfin og grá þegar samkomubanninu léttir. Það er þó alltaf hægt að taka málin í eigin hendur og það hafa margar konur gert með mismunandi árangri.

Það getur verið frekar þreytandi að vera í sóttkví og því þarf maður að vera duglegur að finna upp á einhverju að gera. Að klippa makann er til dæmis ein hugmynd. Að klippa maka sinn er í raun alveg frábær hugmynd því ef það tekst skelfilega þá skiptir það engu máli, þið eruð hvort sem er ekki að fara neitt.

Ef það tekst vel þá ertu búin að uppgötva leyndan hæfileika sem getur sparað heimilinu þó nokkra þúsundkalla.

Það sést bersýnilega að heimaklippingar hafa færst í aukana á síðustu vikum, en setningunni „How to cut your own hair“ eða „Hvernig klippir maður sjálfan sig“ hefur verið flett upp töluvert oftar en í venjulegu árferði.

skjáskot/Twitter
mbl.is