Leiðrétta þarf húðumhirðu sem fyrst

Það er misjafnt hvenær fólk fer að finna fyrir því að húðin sé orðin slappari og litabreytingar fara að koma í ljós. Genin spila stórt hlutverk í því hvenær og hvernig öldrunarmerki koma fram á húð okkar en það sést einnig hvernig við höfum hugsað um húðina hingað til. Þeir sem hafa til dæmis sjaldan notað sólarvörn kunna að sjá öldrunarmerki á húðinni fyrr en þeir sem hafa verndað húð sína gegn sólargeislum.

Ítrekar mikilvægi sólarvarnar

Hildur Elísabet Ingadóttir, snyrtifræðimeistari, er hafsjór af fróðleik þegar kemur að húðumhirðu en hún hefur verið þjálfari ítalska húðvörumerkisins Comfort Zone síðustu sjö ár. Sublime Skin-lína þeirra er hugsuð fyrir þá sem eru farnir að finna fyrir öldrunarmerkjum á húðinni. Vörurnar styðja við uppbyggingu húðarinnar, gefa henni ljóma, þétta hana og veita fyllingu. Hún vinnur einnig á línum og hrukkum. Hildur segist þó alltaf mæla með því að leita til fagmanns til að fá ráðleggingar varðandi rétta húðumhirðu. „Það er mikilvægt að leiðrétta húðumhirðu sem allra fyrst. Það er gott að fara í meðferðir og endurstilla húðina en þá mæli ég helst með húðflagnandi meðferðum sem nota sýrur,“ ráðleggur hún og segir: „Rétt og regluleg húðumhirða er mjög mikilvæg. Það er ekki hægt að ítreka nóg hvað sólarvörn er mikilvæg og hún spilar stóra rullu í að hindra ótímabæra öldrun og litabreytingar. Matarræði og lífstíll hafa einnig mikið að segja um heilbrigði húðar,“ segir Hildur. Nýverið bættist sólarvörn við Sublime Skin-línuna en formúlan býr yfir SPF 50 ásamt því að vinna gegn fínum línum, hrukkum og litarblettum. Þessi sólarvörn er lituð og veitir húðinni náttúrulegan ljóma og fegrar því ásýnd húðarinnar samstundis. 

Comfort Zone Sublime Skin Color Perfect SPF 50.
Comfort Zone Sublime Skin Color Perfect SPF 50.

Sýrur endurstilla húðina

Sýrumeðferð er eitthvað sem Hildur mælir með til að endurstilla húðina en innan Sublime Skin-línu Comfort Zone eru sýruskífur sem mælt er með að nota annan hvern dag í einn mánuð. „Sýruskífurnar eru frábær viðbót við húðumhirðu fyrir alla þá sem þurfa að endurnýja húðina. Sýrur endurnýja húðina gríðarlega vel og endurstilla hana, þétta, gefa raka, jafna húðyfirborðið og hreinsa hana vel. Hvort sem verið er að horfa á öldrunareinkenni eður ei. Þessar skífur henta líka vel fyrir bæði feita og þurra húð sem er yngri,“ segir Hildur en Sublime Skin Peel Pad-sýruskífurnar frá Comfort Zone innihalda einnig C-vítamín sem hefur margsannað virkni sína gegn litabreytingum í húðinni.

Comfort Zone Sublime Skin Peel Pads.
Comfort Zone Sublime Skin Peel Pads.

Öldrunarmerki koma fyrst fram á hálsi og höndum

Stundum er sagt að öldrunarmerki húðar komi fyrst fram á hálsi og handabökum. Þetta eru einnig svæði sem gleymast oft þegar fólk ber á sig góð krem og sólarvörn svo öldrunarmerki koma fyrr fram þar. En hvernig getum við haldið, til dæmis, húðinni á hálsinum þéttari? „Gleymum aldrei að húðumhirða á að ná niður á bringu. Það er líka nauðsynlegt að yfirborðshreinsa og næra þetta svæði. Lyftandi andlitsmeðferðir með reglulegu millibili eru nauðsynlegar því þær hjálpa til við að halda húðinni þéttri og stinna hana og næra. Svo eru ávaxtasýrumeðferðir mjög mikilvægar því þær þétta húðina og vinna á línum og hrukkum, endurnýja hana og örva starfsemi,“ útskýrir Hildur. Einnig eru í boði laser-meðferðir til þess að þétta húðina og vinna gegn litablettum en hvenær ætti maður að íhuga slíkt? „Yfirleitt er þetta eitthvað sem einstaklingar, sem eru orðnir 40 ára og eldri, fara að leiða hugann að. Laser-meðferð getur líka haft endurnýjandi áhrif og unnið á línum og hrukkum. Í þeim tilfellum þar sem um er að ræða öramyndum sem leiðir til litabreytinga og hinna klassíku sólarskemmda og öldrunarbletta getur verið sniðugt að skoða laser-meðferð. Hins vegar mæli ég ekki með slíkri meðferð fyrir einstaklinga sem fá melasma, fæðingargrímu eða aðrar hormóna tengdar litabreytingar,” segir Hildur. Til að vinna gegn afmörkuðum litablettum er mælt með að skoða Sublime Skin Corrector frá Comfort Zone. Þetta er öflug formúla sem bæði lýsir upp dökka bletta og flýtir fyrir endurnýjun húðfruma. 

Comfort Zone Sublime Skin Corrector.
Comfort Zone Sublime Skin Corrector.

Sublime Skin Oil Serum og Sublime Skin Oil Cream frá Comfort Zone er öflug tvenna sem tilvalið er að bera yfir andlit, háls og bringu til að næra húðina og þétta. Bæði serumið og kremið er tilvalið fyrir konur á breytingaskeiðinu sem upplifa þurra húð sem farin er að missa þéttleika sinn. 

Comfort Zone Sublime Skin Oil Cream.
Comfort Zone Sublime Skin Oil Cream.

Vegan og umhverfisvænar húðvörur 

„Meðferðirnar og vörurnar frá Comfort Zone eru gríðarlega virkar og við getum fundið lausnir fyrir allar húðgerðir og húðástand. Andlitsmeðferðirnar eru einstakar og þær eru dásamleg upplifun sem gefur húðinni kröftuga virkni og gefur slökun á líkama og sál,“ segir Hildur en allar vörur merkisins eru lausar við sílikon, jarðolíu, súlföt, dýraafleiður og gervi-ilmefni. Vörurnar eru þar af leiðandi allar vegan og skilja ekki eftir sig kolefnisspor. 

Smelltu hér til að sjá útsölustaði Comfort Zone á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál