Vildu koma í veg fyrir að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk yrði eins og það ítalska

Starfsfólk á bráðamóttökunni var alsælt að fá húðdropa frá Bio …
Starfsfólk á bráðamóttökunni var alsælt að fá húðdropa frá Bio Effect.

Eftir að hafa séð myndir af heilbrigðisstarfsfólki með þurra og sára húð eftir langvarandi notkun á andlitsgrímum og öðrum öryggisbúnaði, bæði á Íslandi og víðsvegar um heiminn, vildi ORF Líftækni leggja sitt af mörkum.

„Samkvæmt rannsóknum okkar í gegnum árin höfum við góðar vísbendingar um að EGF húðdroparnir hafi mildandi áhrif á húð sem hefur orðið fyrir mikilli ertingu. Húðdroparnir innihalda aðein 7 innihaldsefni og eru ofnæmisprófaður og geta jafnframt flýtt fyrir því að húðin jafni sig eftir svona álag. Starfsfólk ORF Líftækni vill þakka heilbrigðisstarfsfólki fyrir að standa vaktina fyrir þjóðina á þessum erfiðu tímum og gefa þeim EGF húðdropana með von um að þeir muni græða og styrkja húð þeirra,“ segir Dr. Björn Örvar, einn af stofnendum ORF Líftækni og framkvæmdastjóri rannsókna og nýsköpunar.

Í samráði við Landspítalann og heilsugæslustöðvar um allt land fengu um 1350 heilbrigðisstarfsmenn á 54 starfstöðvum gjöfina, en það er sá fjöldi sem þarf að bera andlitsgrímur og annan öryggisbúnað á sínum vöktum til að sinna Covid-19 tilfellum.

„Við viljum þakka ORF Líftækni fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem mun nýtast vel næstu vikur. Heilbrigðisstarfsfólk þarf að nota grímu og gleraugu til að hlífa sér fyrir Covid-19 smiti. Þennan búnað þarf að nota í margar klukkustundir daglega. Það getur valdið ertingu í húð eins og við höfum séð í fréttum af heilbrigðisstarfsfólki erlendis frá. Því koma BIOEFFECT vörurnar að góðum notum. Starfsfólk bráðamóttöku, gjörgæslu, smitsjúkdómadeildar, lungnadeildar og Covid-19 göngudeildar sendir hjartans þakkir fyrir þessa hugulsömu gjöf,“ segir Hrönn Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Neyðarmóttöku.

Þessi mynd hefur farið út um allan heim en hún …
Þessi mynd hefur farið út um allan heim en hún sýnir heilbrigðisstarfsfólk eftir álagið sem er búið að vera á þessari starfsstétt.
mbl.is