Greiðir kærastanum á meðan stofan er lokuð

Hárgreiðslukonan Heidi Lee Oley birti myndir af vel greiddum kærasta …
Hárgreiðslukonan Heidi Lee Oley birti myndir af vel greiddum kærasta sínum á Instagram. Samsett mynd

Það þurfa ekki allir að vera með ljóta hágreiðslu næstu vikur eins og hárgreiðslukonan Heidi Lee Oley í Bandaríkjunum sýndi fram á. Hún hefur lítið að gera á meðan hárgreiðslustofu hennar er lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Hárgreiðslukonan flúði upp í bústað með kærastanum og hefur drepið tímann með því að greiða honum á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt að því fram kemur á vef Bored Panda. 

Hárið er það sem Lee Oley tók fyrst eftir þegar hún hitti kærasta sinn fyrir tveimur og er hún ekki óvön að fikta í hári hans á meðan hann er í tölvunni. Lee Oley sérhæfir sig í hárlitun og eru flóknar hárgreiðslur ekki hennar sérsvið en hún hefur þó verið að prófa sig áfram.

Fyrst gerði Lee Oley hárgreiðslu í anda George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna í hár kærasta síns. Hún birti myndir af netinu, fékk góð viðbrögð og ákvað að halda áfram að prófa sig áfram. Eina hárgreiðsludótið sem hún tók með sér var krullujárn þannig að undanförnu hefur hún verið að nota hárgreiðsludót sem hún hefur keypt út í búð. Eins og sjá má á myndunum sem hún birti á Instagram hefur henni tekist ágætlega til. 

Skólaballshárgreiðsla

View this post on Instagram

Geoff’s first prom. #quarentinehair

A post shared by Heidi Lee Oley (@heidileeoley) on Mar 22, 2020 at 1:50pm PDT

Stjörnustríðshár

View this post on Instagram

Princess Geoffrey & baby yoda

A post shared by Heidi Lee Oley (@heidileeoley) on Mar 24, 2020 at 5:20pm PDT

 Hárgreiðsla í anda Amy Winehouse

View this post on Instagram

Geoffrey channeling his inner winehouse #quaratinehair

A post shared by Heidi Lee Oley (@heidileeoley) on Mar 23, 2020 at 4:52pm PDT

George Washington fyrsti forseti Bandaríkjanna var ekki með ósvipaða hárkollu. 

View this post on Instagram

When you’re in quarantine but need to freshen up some up do skills...

A post shared by Heidi Lee Oley (@heidileeoley) on Mar 20, 2020 at 4:28pm PDT


mbl.is