Svona virkar mest seldi varalitur heims

Franska tískuhúsið Christian Dior var stofnað í 1946 og hefur allar götur síðan verið afar vinsælt hjá spariskóm heimsins enda hefur markmiðið verið að fegra konuna og láta henni líða sem best. 

Á dögunum urðu snyrtivörur Dior aftur fáanlegar á Íslandi sem var mikið gleðiefni fyrir þær sem elska til dæmis rauða varalitinn 999 frá Dior. Ef þig langar að vera með rauðan varalit þá er þessi litur ansi góður fyrir margar sakir. Hann helst vel á og er í þannig litatóni að tennurnar virka ekki gular.

Ef þú ert alveg að missa lífsviljann í veiruástandinu er góð hugmynd að byrja hvern dag á að farða þig smá. Þótt við förum ekki út úr húsi þá gerir það eitthvað fyrir geðheilsuna að setja á sig farða, maskara og jafnvel rauðan varalit.

Hér fyrir neðan geturðu séð hvernig 43 ára gamall blaðamaður lítur út með rauðan varalit. Fyrst þessi manneskja gat varalitað sig þá hlýtur þú að geta það líka!

999 frá Dior er einn mest seldi rauði varalitur um …
999 frá Dior er einn mest seldi rauði varalitur um allan heim.
mbl.is