Svona losnar þú við gráu hárin í samkomubanninu

Er samkomubannið að fara með hégómann og útlit þitt? Eru gráu hárin orðin aðeins of sýnileg? Þú þarft ekki að örvænta því það eru alltaf einhver ráð. 

Ég er ein af þeim sem þurfa að fara á hárgreiðslustofu einu sinni í mánuði til að láta lita gráu hárin. Nú er hins vegar búið að loka hárgreiðslustofunni og þá þurfa konur að redda sér. Eitt af því sem ég á alltaf í skápnum er Brunette Dry Shampoo frá label.m, hvort sem hárgreiðslustofur eru lokaðar eða ekki. Það nota ég þegar gráu hárin eru orðin aðeins of sýnileg en það gerist stundum eftir tvær vikur. Fer eftir lifnaði hversu hratt hárið vex en það er annað mál.

Þetta þurrsjampó er sniðugt að mörgu leyti því það er auðvelt að setja það í sig og svo lyftir það rótinni aðeins, sem kemur alltaf vel út. 

Best er að farða sig fyrst og enda á því að setja þurrsjampóið því ef þú byrjar á því gæti farðinn klesst við og myndað dökkbrúna slikju meðfram hárlínunni. Það er ekkert sérstaklega fallegt.

Ég ákvað að sýna ykkur í litlu myndbandi hvernig þetta þurrsjampó virkar í raun og veru. 

View this post on Instagram

Ertu farin að grána? Er samkomubannið og lokun á hárgreiðslustofum að gera út af við þig? Hér er ein hugmynd!

A post shared by Smartland (@smartlandmortumariu) on Apr 7, 2020 at 7:51am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál