Svona setur þú brúnkukrem yfir farðann án þess að mistakast

Saknar þú sólarinnar og sumarsins?
Saknar þú sólarinnar og sumarsins? Ljósmynd/Unsplash

Er þig farið að þyrsta í sól og sumaryl? Og ertu orðin grá og guggin eftir þennan langa vetur? Ef svo er þá gæti brúnkukrem gert eitthvað fyrir þig. 

Fólk skiptist í hópa, annaðhvort elskar það brúnkukrem eða hatar. Ef þú elskar brúnkukrem og hefur hingað til borið það á þig með hefðbundnum hætti mæli ég innilega með því að þú prófir að úða því á þig yfir farða. 

Með því að setja það yfir farða frískar það bara aðeins upp á útlitið og það er örlítið minna mál að bera það á sig. Þú þarft heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af því að það fari út um allt eða andlitið verði mislitt. 

Þú byrjar á að farða þig með þínum hætti og þegar þú ert alveg tilbúin dregurðu fram brúnkukremið og úðar yfir þig. Gott er að hafa stóran bursta við höndina og fara létt yfir andlitið á eftir með honum. 

Ef þú átt brúnkukrem frá Marc Inbane þá mæli ég með því að þú æfir þig í þessu um páskana. Þegar þú ert búin að æfa þig geturðu gert eins og Ásdís Ásgeirsdóttir blaðamaður og ljósmyndari og farið í frí inn í stofu. 

mbl.is