Frískaðu þig við eins og Sunneva Einars

Sunneva Eir Einarsdóttir setti í sig litanæringu frá Davines.
Sunneva Eir Einarsdóttir setti í sig litanæringu frá Davines.

Fyrstu vikuna í samkomubanninu var fólk nokkuð „peppað“ og upplifði ævintýri við það að flytja vinnuna heim til sín. Sumum fannst mikil lífsgæði fólgin í því að geta unnið heima á sloppnum, geta hellt sér upp á sitt eigið kaffi og bakað kannski köku með sítrónuglassúr í hádeginu. En eftir nokkrar vikur í heimavinnu þar sem jafnvel börn og makar eru líka heima þykknar upp. Hárið orðið úr sér gengið, fótleggirnir komnir í náttúrulegar gammósíur og siggið farið að gera vart við sig á hælunum.

Ef þú ert með ljósar strípur í hárinu sem eru farnar að vaxa úr mæli ég ekki með því að þú aflitir á þér rótina. Hárgreiðslufólk varar við slíkum aðgerðum og er best fyrir alla að þeim fyrirmælum sé hlýtt. Það er ekki að ástæðulausu að varað sé við þessu því hárgreiðslufólk hefur ýmsa fjöruna sopið. Eftir að hafa séð allskonar útgáfur af hryllilegum heimalitunum veit fagfólk í hárgreiðsluheiminum hvað það syngur. Þótt ég hlýði Víði þá er ég samt alls ekki sammála því að fólk verði bara að vera með ljótt hár í þessu samkomubanni. Það að hugsa vel um hárið, húðina og allt það ber vott um sjálfsvirðingu. Ég mæli með því að fólk haldi áfram að þrífa sig, þvo á sér hárið, setja á sig andlitskrem, serum og allt það.

Ef þú vilt prófa þig áfram þá eru Alcemic-vörurnar frá Davines mjög góðar. Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir prófaði þessa litanæringu á dögunum með góðum árangri. Hárið varð karamellulitað og ansi hreint fínt og þannig losnaði hún við rótina.

Alchemic-línan frá Davines er 100% vegan. Hægt er að pana …
Alchemic-línan frá Davines er 100% vegan. Hægt er að pana vörurnar á Beautybar.is.

Alchemic-vörurnar eru hannaðar til þess að bæði hressa við og skerpa hárlitinn og þar með lengja endingu litarins eða til þess að breyta um lit tímabundið. Efnið hentar bæði í litað og ólitað hár. Alchemic-línan er 100% vegan og kemur sjampóið í sex mismunandi litatónum og næringin í 11 mismunandi litatónum. Það að setja í sig litanæringu og litasjampó er frábær leið til að lífga aðeins upp á hárið á meðan fólk bíður eftir að komast á hárgreiðslustofu.

Ertu komin í náttúrulegar gammósíur?
Ertu komin í náttúrulegar gammósíur? Ljósmynd/Unsplash

Heima-háreyðing!

Nú, svo eru það blessuð líkamshárin sem vaxa eins og arfi þessa dagana. Ef þú ert vön að fara í vax og vilt ekki vera í náttúrulegum gammósíum þá eru nokkrar leiðir í boði. Þú getur náttúrlega rakað á þér lappirnar. Ekki stelast samt í rakvél eiginmannsins heldur keyptu þér þína eigin og sótthreinsaðu hana á milli aðgerða.

Ef þú vilt ekki raka á þér lappirnar á er gamla góða háreyðingarkremið frá Veet alltaf klassískt. Þú berð það á þig, á fótleggi og undir hendur og bíður í þrjár mínútur eftir að efnið virki svo þú getir skafið hárin í burtu. Þegar hárin eru farin burt er nauðsynlegt að fara í sturtu og skrúbba kroppinn hátt og lágt.

Gamla góða háreyðingarkremið frá Veet virkar alltaf vel. Það fæst …
Gamla góða háreyðingarkremið frá Veet virkar alltaf vel. Það fæst á Lyfja.is.

Harðir hælar!

Þið ykkar sem eruð vön að fara á snyrtistofu eruð kannski ekkert sérlega góð í að skrapa siggið af hælunum en þið þurfið ekki að örvænta. Baby Foot Easy Pack kemur til bjargar á tímum sem þessum. Um er að ræða djúpvirka fótameðferð sem losar þig við dauðar húðfrumur á einfaldan og árangursríkan hátt. Pakkinn innheldur sokka sem þú klæðir þig í eftir að hafa þvegið fæturna. Þú ert í sokkunum í klukkustund og þværð þér svo aftur með sápu og vatni. Eftir 2-7 daga byrja dauðu húðfrumurnar að flagna af á náttúrulegan hátt og fæturnir á þér verða mjúkir eins og á litlu barni.

Baby Foot er mjög sniðugt ef þú ert með sigg …
Baby Foot er mjög sniðugt ef þú ert með sigg og harða hæla. Eftir um það bil sjö daga fer húðin að flettast af og þá skiptir máli að reyna að vera í sokkum innandyra svo heimilið sé ekki allt í dauðum húðfrumum. Baby Foot fæst á Lyfja.is.

Baby Foot hefur verið þróað þannig að blandan ræðst á dauðar húðfrumur sem valda okkur óþægindum. Þökk sé 17 náttúrulegum kjörnum fjarlægir Baby Foot ekki bara dauðar húðfrumur, heldur nærir fæturna og veitir þeim fallegri áferð. Helstu innihaldsefni Baby Foot er ávaxtasýra (mjólkursýra, Glycolic sýra, eplasýra og sítrónusýra sem eru fengnar úr ávöxtum).

Það eina sem þú þarft að passa er að hreyfa þig ekki neitt þennan klukkutíma sem þú ert í plastsokkunum því það er eiginlega ekki hægt að ganga í þeim. Komdu þér rólega fyrir með hljóðbók eða haltu saumaklúbb í tölvunni í gegnum Teams.

Daginn eftir er svo ekki úr vegi að snyrta táneglurnar vel og lakka þær með Daydream 735 frá Chanel eða Mirage 739. Hann er aðeins dekkri með bláum undirtón. Svo getur þú lakkað neglurnar á höndunum líka ef þú ert í rosalegu stuði.

Lestu góða bók á meðan þú bíður eftir að Baby …
Lestu góða bók á meðan þú bíður eftir að Baby Foot sokkarnir virki. Ekki er ráðlagt að labba um húsið á meðan þú ert með plastsokkana á fótunum. Ljósmynd/Unsplash
Þessi naglalökk úr sumarlínu Chanel eru frábær upplyfting í þessu …
Þessi naglalökk úr sumarlínu Chanel eru frábær upplyfting í þessu leiðinlega ástandi. Þau fara vel á táneglur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál