Þægindi framar öllu öðru tengd tískunni

Sandra Dögg er fagurkeri fram í fingurgóma hún velur þægindi …
Sandra Dögg er fagurkeri fram í fingurgóma hún velur þægindi fremur en en stíl en er samt alltaf smart.

Sandra Dögg er sjúkraþjálfari í Orkuhúsinu og líkamsræktarkennari í Hreyfingu. Hún er alltaf til fyrirmyndar þegar kemur að tískunni og er með þennan einfalda þægilega stíl sem passar vel við lífstílinn hennar. 

„Ég kenni fólki á öllum aldri leikfimi, allt frá námskeiðum fyrir mömmur með litlu börnin sín til leikfimi fyrir 60 ára og eldri.“

Sandra er gift Davíð Guðmundssyni lögmanni og eiga þau þrjú börn saman, þau Daníel, Helenu og Carmen. 

Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl?

„Ég myndi lýsa honum sem kvenlegum með pínu rokki. Mér finnst flott að blanda saman merkjavörum og tímabilsfatnaði. Ég er þó oftast í íþróttafötum.“

Hver eru uppáhalds tískumerkin þín?

„Alexander McQueen er eitt af mínum uppáhalds merkjum. Þar sem ég er alltaf veik fyrir smá rokki.

Dolce & Gabbana heillar mig einnig, þar sem mér finnst rósóttu mynstrin þeirra æðisleg. Eins finnst mér Burberry, Louis Vuitton og Gucci alltaf flott, þó ég verði að segja að mér finnist ekki alltaf „þekktustu“ mynstrin þeirra flott. Ég er meira fyrir klassískan fatnað og ekki of áberandi flíkur. Svo verð ég að nefna Nike, sem ég geng mikið í.“

Áttu þér uppáhalds flík í fataskápnum?

„Mér finnst erfitt að velja eina flík, en núna er það jakki sem ég erfði frá föðurömmu minni sem ég nota mjög mikið. Hann er svona 90's leðurjakki/pels sem er þar af leiðandi 35 ára gamall. Að amma hafi átt hann gerir hann sérstakan fyrir mér en rokk-stíllinn á honum er það sem ég held mest upp á.“

Hvað er það nýjasta í fataskápnum?

„Ég var að fá rosa flottan ítalskan silkikjól keyptan í Couture á Laugaveginum og hálsmen sem ég get líka notað sem belti frá Óskaböndum.“

Hverju áttu of mikið af?

„Pottþétt íþróttafötum. Er með sérstakan skáp fyrir þau inni í þvottahúsi!“

Hvað vantar þig sem þú finnur ekki í búðum?

„Húðlitaða skó með mjög klassísku sniði. Mínir uppáhalds eru ónýtir og ég finn ekki góða arftaka. Búin að skoða mikið en ekki fundið þá fullkomnu. Meira segja búin að skoða Christian Louboutin, þó það sé auðvitað ekki fræðilega hægt að bara „kíkja“ þangað inn. Ég er mjög kröfuhörð á hælaskó varðandi samspil gæða og þæginda. Það er erfið samsetning á hælaskóm en sjúkraþjálfarinn verður að vera sáttur ef hann á að kaupa skóna. Skór frá Tommy Hilfiger eru rosalega góðir og á nokkra hælaskó frá þeim sem ég kalla „hlaupaskó“.“

View this post on Instagram

Put your new boots on. #TommyHilfiger

A post shared by Tommy Hilfiger (@tommyhilfiger) on Dec 6, 2019 at 7:11am PST

Hverjar eru tískufyrirmyndirnar?

„Það er svo mikið af flottum konum allt í kringum mig. Heyri um margt hjá þeim og svo hafa allir sinn stíl og fíla auðvitað ekki það sama. Æskuvinkonur mínar úr Vesturbænum spá mikið í tísku og ég mæti með glósubók í saumó því þær eru svo miklar pæjur.

Ég skoða mikið föt á netinu en er ekki að eltast við það hvernig ákveðnar persónur klæða sig. Með aldrinum veit maður meira hvað fer manni vel og hvað maður fílar þannig að maður klæðist ekki hverju sem er þó það sé í tísku.“

Hvernig dekrar þú við þig?

„SPA er í miklu uppáhaldi í góðum félagsskap bæði hérlendis og erlendis. Mér finnst æðislegur lúxus að fara í fótsnyrtingu eða nudd í Hreyfingu SPA. Algjör lúxus. Svo er maðurinn minn mjög góður að elda og dekra við mig.“

Hvað er á óskalistanum tengt tísku?

„Burberry ullarkápa – ég veit um margar svo flottar að ég get ekki valið. Eins langar mig í Swimslow sundbol í rauðu – úr Vesturbæjarlaug. Montclair skíðaúlpa í retro stíl er einnig á óskalistanum sem og eyrnalokkar frá Alexander McQueen.“

Hvar verslarðu helst?

„Ég versla oftast mest á flugvöllum á ferðalögum. Þá er ég ekki að flýta mér neitt og finnst gaman að skoða og pæla.

Á Íslandi fer ég mest í Farmers Market, Geysi, Kultur í Kringlunni og til Hildar Hafstein á Klapparstíg. Síðan kíki ég stundum í Spútnik og finnst rosalega gaman ef ég finn flottan tímabilsfatnað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál