Kórónuveirukjóll Katrínar seldist upp

Vilhjálmur, Katrín og börn klæddust bláu en kjóll Katrínar vakti …
Vilhjálmur, Katrín og börn klæddust bláu en kjóll Katrínar vakti athygli. Skjáskot/Instagram

Katrín hertogaynja klæddist hinum fullkomna sumarkjól á fimmtudaginn þegar hún fór út fyrir dyrnar á sveitasetri sínu ásamt fjölskyldu sinni og klappaði fyrir heilbrigðisstarfsfólki. Fjölskyldan var öll klædd í blátt en kjóll Katrínar vakti svo mikla athygli að hann seldist upp eins og skot. 

Kjóllinn sem Katrín klæddist er frá breska fatamerkinu Ghost. Kjóllinn kostaði upphaflega 129 pund á vef John Lewis eða um 23.500 krónur. Kjóllinn er ljósblár og úr léttu efni með blómamynstri. Hann er síðerma og nær niður á kálfa.

Katrín hertogynja er byrjuð að viðra sumarkjólana þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn og miðað við veðurblíðuna víða á Íslandi undanfarna daga geta íslenskar konur gert slíkt hið sama. 

Fullkominn sumarkjóll.
Fullkominn sumarkjóll. Ljósmynd/John Lewis



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál