Föt og fylgihlutir með sögu heilla

Ragnheiður Helga Blöndal á mikið af notuðum fötum.
Ragnheiður Helga Blöndal á mikið af notuðum fötum. mbl.is/Árni Sæberg

Ragnheiður Helga Blöndal förðunarfræðingur er óhrædd við að blanda saman fínum og hversdagslegum fötum. Hún starfar í Spúútnik og er sjálf hrifin af því að ganga í gömlum fötum. Hún kaupir föt og fylgihluti með sál bæði hér heima og erlendis og segir þolinmæði skipta máli þegar kemur að því að kaupa notað. 

„Fatastíllin minn er blanda af „street style“ og „fancy vibes“. Ég heillast mikið af klassískum og sterkum formum, vinnuklæðnaður hittir Dynasty. Ævisaga mín mun líklega heita Blazer-jakkar, kokteilkjólar og 501,“ segir Ragnheiður Helga þegar hún er beðin um að lýsa fatastílnum sínum. 

Yfirhafnir eru líka í uppáhaldi hjá Ragnheiði Helgu og þá sérstaklega hvít kápa sem ömmusystir hennar gaf henni. 

„Hvíta ljónakápan mín með röndótta feldinum er án efa uppáhaldsflíkin mín og mun líklegast alltaf vera það. Ég fékk hana í jólagjöf fyrir tveimur árum frá ömmusystur minni, og hún er núna mikilvægasta flíkin í skápnum mínum. Hún er líka „vintage“ sem gerir hana enn þá sérstakari. Svo er það svarta „basic“ kápan mín. Ég var búin að leita að hinni fullkomnu kápu í mjög langan tíma og rakst á hana fyrir tilviljun í COS. Hún er allt sem ég vil í kápu, bein í sniðinu, í smá yfirstærð en ekki þannig að hún gleypir mig, síddin er fullkomin og passar við allt sem ég á. Ég var líka leið yfir strák daginn sem ég keypti hana, kápan lagaði það sár hratt og örugglega.“

Ragnheiður Helga hefur notað gráa jogginggallann úr Spúútnik mikið undanfarnar …
Ragnheiður Helga hefur notað gráa jogginggallann úr Spúútnik mikið undanfarnar vikur. Kápan er úr COS. mbl.is/Árni Sæberg
Hvíta kápan er i uppáhaldi.
Hvíta kápan er i uppáhaldi. mbl.is/Árni Sæberg

Ragnheiður Helga á gott safn af töskum. 

„Ég hef alltaf verið hrifin af töskum, þær hafa alltaf verið áhugamál hjá mér. Ég til dæmis elska svörtu stóru leður töskuna mína með gulllituðu smáatriðunum. Hún er vintage og minnir mig mikið á Hermès Birkin-töskur, sem var eitthvað sem mig dreymdi um að eignast mjög lengi.

Þessi notaða leðurtaska minnir á Hermès Birkin-töskur.
Þessi notaða leðurtaska minnir á Hermès Birkin-töskur. mbl.is/Árni Sæberg
Chanel-taskan var keypt notuð.
Chanel-taskan var keypt notuð. mbl.is/Árni Sæberg

Hringir eru líka eitthvað sem ég er alltaf með, þeir þurfa helst að vera það stórir að þeir eru fyrir mér, þannig líður mér best. Svo get ég ekki sleppt að minnast á hælaskó. Ég er hrifnust af svörtum támjóum ökklastígvélum, þannig að þegar ég fékk mér fjólubláu skóna var það einskonar persónuleikabrestur því ég er ekki mikið í litum en þeir passa bara mjög vel inn í skápinn minn.“

Fataskápurinn. Ragnheiður Helga Blöndal
Fataskápurinn. Ragnheiður Helga Blöndal Árni Sæberg

Rétt eins og titillinn af óskrifaðri ævisögur Ragnheiðar Helgu gefur til kynna segist hún aldrei eiga nóg af gallabuxnatýpunni 501 frá Levi's. Það er einnig alltaf pláss fyrir stuttermaboli í fataskápnum. „Ég á reyndar alveg nóg af þessu en þetta er tvennt sem ég get alltaf verið í og nota mjög mikið.“

Ragnheiður Helga í tie-dye-peysa úr Spúútnik við hið klassíska 501 …
Ragnheiður Helga í tie-dye-peysa úr Spúútnik við hið klassíska 501 snið frá Levi's. mbl.is/Árni Sæberg
Ragnheiður Helga á gott safn af stuttermabolum.
Ragnheiður Helga á gott safn af stuttermabolum. mbl.is/Árni Sæberg

Er eitthvað á óskalistanum fyrir vorið?

„Óskalistinn minn er stuttur þetta vorið vegna þess að mig vantar ekki neitt, en ég að leita að hvítri skyrtu sem ég mun kaupa mér um leið og ég finn hana í rétta sniðinu og einhverja flotta strigaskó.“

Áttu þér uppáhaldsbúð?

„Spúútnik er án efa uppáhaldsbúðin mín. Ég er reyndar ekki alveg hlutlaus þar sem að ég er búin að vinna þar mjög lengi. Spúútnik er eiginlega búin að ala mig upp, allt sem ég kann lærði ég í Spúútnik, hvort sem það kemur að fötum eða lífinu. Ég er líka mjög hrifin af Húrra Reykjavík og Rauðakrossbúðirnar eru líka í mjög miklu uppáhaldi.“

Töskuna með útsauminum fann Ragnheiður Helga heima hjá sér en …
Töskuna með útsauminum fann Ragnheiður Helga heima hjá sér en mamma hennar hafði keypt hana notaða. mbl.is/Árni Sæberg

Erlendis heilla búðir og markaðir sem selja notaðar vörur Ragnheiði Helgu og mælir hún sérstaklega með London, Kaupmannahöfn og Berlín. Að skoða notuð föt erlendis er stór hluti af ferðalögum Ragnheiðar Helgu en hún segir ekki nauðsynlegt að kaupa alltaf eitthvað. Það er líka upplifun að skoða bara. „Mér finnst ég kynnast umhverfinu vel af fötunum og hlutum sem ég sé,“ segir Ragnheiður Helga um búða-og markaðsrölt sitt. 

Mótorhjólastígvéin keypti Ragnheiður Helga notuð af mömmu vinkonu sinnar. Stígvélin …
Mótorhjólastígvéin keypti Ragnheiður Helga notuð af mömmu vinkonu sinnar. Stígvélin eru alvöru mótorhjólastígvél. mbl.is/Árni Sæberg

Áttu þér uppáhaldshönnuð eða tískufyrirmyndir?

„Prada og Balenciaga eru í miklu uppáhaldi hjá mér, svo margar yfirhafnir hjá þeim sem mér finnst ótrúlega flottar. Balenciaga-sýningin fyrir haustlínuna árið 2020 er stór hluti af hverju merkið er í miklu uppáhaldi hjá mér, mér fannst hún geggjuð. Helstu tískufyrirmyndir mínar eru Luka Sabbat og ASAP Rocky. Líka frú Kim Kardashian West eftir að hún byrjaði með Kanye West og líka smá þegar hún var aðstoðarmanneskja Paris Hilton.“

Hringir eru sérstaklega í miklu uppáhaldi.
Hringir eru sérstaklega í miklu uppáhaldi. mbl.is/Árni Sæberg

Ragnheiður Helga sækir líka innblástur í gömul tískutímarit og á gott safn af gömlum tímaritum sem kemur frá allri fjölskyldunni. Móðir hennar var dugleg að safna blöðunum sem og ömmusystir hennar. Tískan gengur í hringi og finnst henni til dæmis áhugavert að fletta blöðunum og sjá hvernig tíska sem er að koma aftur heit inn var áður. 

Ragnheiður á mikið af tískutímaritum.
Ragnheiður á mikið af tískutímaritum. mbl.is/Árni Sæberg

Hefur samkomubann haft áhrif á klæðnað þinn?

„Svartir latex-hanskar er eitthvað sem hefur bæst við fötin mín, þeir koma bara ansi vel út við gullhringana mína. Ég hef varla farið úr gráa jogginggallanum mínum úr Spúútnik, þægilegasta sem ég á. Annars er ég kannski aðeins minna í hælum og meira með hárið uppi svo ég sé ekki að snerta á mér andlitið.“

Ragnheiður Helga er mjög spennt að klæða sig upp aftur þegar samkomubanni lýkur. 

„Ég er mjög spennt að nota hvítu hælaskóna mína sem ég keypti rétt fyrir samkomubann. Svo saumaði vinkona mín síðermabol fyrir mig sem ég er mjög spennt að frumsýna. Annars hlakka ég mest til að vera gella aftur yfir höfuð,“ segir Ragnheiður Helga að lokum. 

Hvítu sórnir voru keyptir í H&M og verða notaðir þegar …
Hvítu sórnir voru keyptir í H&M og verða notaðir þegar samkomubanni lýkur. mbl.is/Árni Sæberg
Stígvélin njóta sín ofan á tískutímaritum.
Stígvélin njóta sín ofan á tískutímaritum. mbl.is/Árni Sæberg
Sokkaskórnir voru keyptir á Nastygal.com.
Sokkaskórnir voru keyptir á Nastygal.com. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál