Anna bjargar öllum slæmum dögum með fatakaupum

Anna Þóra klæddi sig upp á hvern dag í samkomubanni.
Anna Þóra klæddi sig upp á hvern dag í samkomubanni.

Anna Þóra Björnsdóttir, uppistandari með meiru og sérfræðingur hjá gleraugnaversluninni Sjáðu, hjálpaði mörgum í samkomubanninu. Hún klæddi sig upp á daglega í kjól enda var hún komin með nóg af jogging gallanum eftir viku. Fólk gladdist með uppátæki hennar daglega á samfélagsmiðlum og bað hana að halda áfram svo skemmtilegar voru myndirnar. 

„Það allra skemmtilegasta sem ég geri í lífinu er að kaupa mér föt. Ef ég á slæman dag þá bjarga ég honum alltaf með fatakaupum. Mér finnst mér ekkert skemmtilegra en að fá mér nokkur kampavínsglös í Harvey Nichols með góðum vinkonum. Ég er mikið fyrir liti enda hefur svartur fatnaður aldrei verið í uppáhaldi. En það er alltaf gott að eiga nokkrar spjarir fyrir sorglegar athafnir. Ég get alltaf tímasett viðburði eftir því í hverju ég hef klæðist,“ segir Anna Þóra. 

Hjálpaði mörgum í gegnum samkomubannið

Hvernig datt þér í hug að fara í nýjan kjól á hverjum degi samkomubannsins?

„Við hjónin eigum gleraugnaverslunina Sjáðu á Hverfisgötunni og höfum rekið hana saman í tuttugu og fimm ár. Eftir viku í samkomubanni var ég að missa lífsviljann og mætti upp í stofu svona líka glerfín. Þá spurði eiginmaðurinn mig hvert ég væri að fara og ég tilkynnti honum að ég væri á leiðinni út í garð. Hann elti mig þangað og tók af mér ljósmynd. Svo á hverjum degi klukkan fimm mætti ég glerfín upp í stofu og við tókum af mér mynd á hverjum degi á sama stað úti í garði.“

Hvernig voru viðbrögð fólks við þessu?

„Það voru margir sem báðu mig um að hætta þessu ekki. Fólk sem sagði að ég hefði haldið uppi gleðinni á samfélagsmiðlum í samkomubanni. Fatakaup og hvítvín gefa lífinu lit að mínu mati. Enda er skemmtilegasti dagur sem ég hef upplifað í lífinu, dagurinn þegar ég fékk fyrsta Vísa kortið mitt.“

Glæsileg í rauðum kjól á sólríkum samkomubanns degi.
Glæsileg í rauðum kjól á sólríkum samkomubanns degi.

Anna Þóra kann að meta fatnað í fallegum litum. 

„Þegar ég klæði mig upp á þá vil ég vera með góð gleraugu og í kjólum í lit. Enda er ég að vinna á móti hjarðhegðun landsmanna þegar kemur að svörtum fatnaði og lítilli fjölbreytni.“

Mælir með að kaupa sér ný gleraugu frekar en skó

Áttu góð ráð fyrir konur sem vilja vera meira áberandi?

„Að leita sér aðstoðar með fatakaup og klæða sig í takt við aldur. Mér finnst einnig lykilatriði að konur yfir fertugt sleppi magabolunum og fari síðan reglulega á hárgreiðslustofuna að láta gera sig fínar.“

Bleik kápa, hvítur kjóll og töff sólgleraugu er allt sem …
Bleik kápa, hvítur kjóll og töff sólgleraugu er allt sem til þarf.

Anna Þóra er blátt áfram, fyndin og opin. Ófarir annarra og smámælt fólk er eitthvað sem henni finnst sjálf verulega fyndið. 

„Það er svo margt skemmtilegt við lífið. En við ættum að leggja okkur fram um að hætta að baktala hvort annað. Vera aðeins jákvæðari og hrósa meira.“

Áttu ráð fyrir fólk til að halda í gleðina í náinni framtíð?

„Mig langar bara að hvetja alla sem vilja eiga góða stund að panta sér bara uppistandara. Við þurfum að hlægja meira. Eins ef fólk er orðið leitt á útliti sínu, þá er bara um að gera að kaupa sér ný gleraugu. Það er ótrúlegt hvað gleraugu til skiptana geta gert mikið. Mun meira en skór ef því er að skipta.

Uppistandið er áhugamálið mitt. Þegar aðrir fara út að hlaupa, þá fer ég upp á svið og segi brandara. Þetta áhugamál er að taka æ meiri tíma í lífinu mínu. Enda veit ég fátt skemmtilegra en að hlægja sjálf.“

Eins og drottning úti í garði í samkomubanni.
Eins og drottning úti í garði í samkomubanni.
Þegar Anna Þóra fer í svart, þá er eitthvað sorglegt …
Þegar Anna Þóra fer í svart, þá er eitthvað sorglegt að gerast.
Hamingjusöm og fín með regnhlíf.
Hamingjusöm og fín með regnhlíf.
Glæsileg í loðkápu og dökkum kjól undir.
Glæsileg í loðkápu og dökkum kjól undir.
Það má alltaf búa til tíma fyrir rauðvín.
Það má alltaf búa til tíma fyrir rauðvín.
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál