79 ára í stórfurðulegum sokkabuxum

Vivienne Westwood er frumleg.
Vivienne Westwood er frumleg. Skjáskot/Instagram

Fatahönnuðurinn Vivienne Westwood er þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir þegar kemur að tísku. Hún er ekki hætt að koma óvart þrátt fyrir vera orðin 79 ára. Hún vakti nýlega athygli á Instagram fyrir að vera í heldur óvenjulegum sokkabuxum. 

Westwood birti mynd og myndband á Instagram þar sem hún er var undarlega klædd. Að ofan var tískudrottningin í skyrtu, með slæðu, í hönskum og með derhúfu með hlébarðamynstri. Að neðan var hún aðeins í húðlituðum sokkabuxum og skóm. 

Þrátt fyrir að sokkabuxur Westwood hafi verið húðlitaðar sýndu þær ekki allt þar sem Westwood virðist hafa sótt innblástur til Evu í aldingarðinum Eden. Á klofsvæðinu glampaði á eitthvað sem líktist laufblaði Evu úr sögunni góðu. 

Hér má sjá laufblaðið áhugaverða.
Hér má sjá laufblaðið áhugaverða. Skjáskot/Instagram

Westwood hefur lengi verið með skemmtilegan fatastíl en nú er spurning hvort hún sé ekki búin að vera aðeins of lengi ein heima í kórónuveirufaraldrinum?

mbl.is