7 heitustu sumarilmvötnin í ár

Natalie Portman er andlit nýjasta ilmvatnsins frá Dior sem nefnist …
Natalie Portman er andlit nýjasta ilmvatnsins frá Dior sem nefnist Miss Dior Rose N´Roses.

Þegar óvíst er um ágæti veðursins í sumar er gott að eiga ilmvatn sem endurspeglar gleði sumarsins, ferskleikann og hitann.

Miss Dior Rose N´Roses frá Dior  

Dior er aftur komið til Íslands og nýjasta ilmvatn þeirra minnir okkur sannarlega á þann þokka og fágun sem einkennir franska tískuhúsið. Miss Dior Rose N´Roses er nýjasta útgáfan af Miss Dior-ilmvatninu og er hún fersk og ljómandi. Þótt ilmurinn sé ferskur er hann ekki of sætur og lokkar mann til sín með líflegum ilmi af Damaskus- og Grasse-rósum. Ítölsk mandarína, bergamót og geraníum skapa hjarta ilmsins sem byggir að grunni á hvítum moskus. 

Dior Miss Dior Rose N´Roses, 14.999 kr. (50 ml.)
Dior Miss Dior Rose N´Roses, 14.999 kr. (50 ml.)

Light Blue Love is Love frá Dolce & Gabbana

Sumarútgáfa Light Blue tekur okkur í ferðalag um sólríkar eyjur Ítalíu. Sítrónur og epli eru að sjálfsögðu á sínum stað en rauð ber blandast við ilminn og gera hann enn þá ferskari. Hindberin ýta undir jasmínuna í hjarta ilmvatnsins á meðan moskus og sedrusviður skapa ómótstæðilegan og munúðarfullan ilmgrunn.

Dolce & Gabbana Light Blue Love Is Love, 12.299 kr. …
Dolce & Gabbana Light Blue Love Is Love, 12.299 kr. (50 ml.)

Flowerbomb Dew frá Viktor & Rolf 

Morgundögg rósarinnar blandast munúðarfullum írisar-blómum í þessum glitrandi og tilfinningaríka blómailmi.  Ilmurinn blandast ilmi húðar þinnar og verður bæði blómakenndur og sætur. Ilmur af perum, bergamóti og moskus fullkomna ilminn. 

Viktor & Rolf Flowerbomb Dew, 10.499 kr. (30 ml.)
Viktor & Rolf Flowerbomb Dew, 10.499 kr. (30 ml.)

So Scandal frá Jean Paul Gaultier

Björt appelsínublóm blandast ríkulegri Sambac-jasmínu og púðurkenndri tuberose. Þetta þríeyki hvítra blóma færir okkur heilagan sætleika sem springur þegar áhrifamikil hindber mæta til leiks. Ilmurinn ýtir þá á alla holdlegu takka manneskjunnar og undirtónninn verður erótískari. Ilmvatnsglasið er lýsandi fyrir þá sögu sem ilminum er ætlað að skapa, sagan sem skrifuð verður yfir nóttina. 

Jean Paul Gaultier So Scandal, 16.499 kr. (50 ml.)
Jean Paul Gaultier So Scandal, 16.499 kr. (50 ml.)

In Love With You Freeze frá Emporio Armani

Ávaxtakenndur blómailmurinn er sætur, ferskur og bjartur. Heillandi kirsuber og mandarínur leiða okkur inn í hjarta ilmsins sem einkennist af jasmínu og dalalilju. Sætleikinn fær svo mótstöðu frá arómatískum ilmbotni þar sem vetiver og patchouli ráða för. 

Emporio Armani In Love With You Freeze, 7.999 kr. (30 …
Emporio Armani In Love With You Freeze, 7.999 kr. (30 ml.)

Santal frá Riddle

Djarfur, ferskur, kryddaður og viðarkenndur. Þessi ávanabindandi ilmur einkennist af sandalviði, kardimommu og ambur en samt er örlítill sætleiki þarna á bak við. Riddle framleiðir ilmi sína í olíu-formi án aukaefna og eru ilmirnir allir vegan og „cruelty-free“. Þar sem þeir eru ekki vatnsblandaðir endast þeir sérlega lengi á húðinni og eru þeir allir sérlega góðir.

Riddle Santal, 9.990 kr. (Verslunin Nola)
Riddle Santal, 9.990 kr. (Verslunin Nola)

Versense frá Versace 

Ferskleiki, orka og upplifun fyrir skynfærin. Versense frá Versace býr yfir sjaldgæfum blómvendi í bland við sítrusávexti, kryddaðar ilmnótur á borð við kardimommu og munúðarfulla viðartóna. Það er engu líkara en að Versace hafi fangað fegurð Miðjarðarhafsins í flösku. 

Versace Versense, 10.699 kr. (50 ml.)
Versace Versense, 10.699 kr. (50 ml.)
mbl.is