Í sama kjólnum 21 ári síðar

Elizabeth Hurley í sama kjólnum. Fyrri myndin er frá árinu …
Elizabeth Hurley í sama kjólnum. Fyrri myndin er frá árinu 1999 og hin frá árinu 2020. Samsett mynd

Leikkonan og fyrirsætan Elizabeth Hurley lét nýlega mynda sig í fjólubláum kjól frá Versace. Fataval Hurley vakti sérstaka athygli enda klæddist hún kjólnum fyrst fyrir 21 ári. Kjóllinn fer stjörnunni, sem verður 55 ára í næsta mánuði, ekki verr í dag en fyrir tveimur áratugum. 

Hurley deildi myndinni á Instagram en hún tók kjólinn úr skápnum fyrir myndatöku fyrir Harper's Bazaar. Fólk hefur verið duglegt að grafa upp gamlar myndir af Hurley í kjólnum. Hurley hefur lítið breyst en nýja myndin er þó meira unnin en sú eldri. Kjóllinn virðist dekkri og styttri en þegar Hurley klæddist honum upphaflega. 

Hurley var spurð hvaða föt í skápnum hennar færu með hana á stað sem veittu henni gleði. 

„Ég á trilljón frábærar minningar og ég man ekki í hverju ég var í hvert skipti. Kjóllinn sem ég gróf upp fyrir myndatökuna er frá Atelier Versace. Ég klæddist honum fyrir 21 ári á CDF-tískuverðlaununum. Ég var með þáverandi kærasta mínum Hugh Grant og skemmti mér frábærlega,“ sagði Hurley og bætti því við að hún hefði pakkað honum inn í pappír og kjóllinn væri enn þann dag í dag fullkominn. 

mbl.is