Neitar að hafa farið í lýtaaðgerðir

Hailey Bieber hefur breyst með árunum.
Hailey Bieber hefur breyst með árunum. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Hailey Bieber er ekki sátt við að fólk haldi því fram að hún hafi farið í lýtaaðgerðir. Bieber lét nettröll heyra það á Instagram í vikunni. Þykir henni ósanngjarnt þegar fólk ber saman gamlar myndir af henni við unnar myndir af henni. 

Aðdáandi fyrirsætunnar á Instagram birti athugasemd sem hún skrifaði og birti auk þess myndirnar tvær sem um ræðir og sjá má hér að ofan. 

„Hættið að nota myndir sem eru breyttar hjá förðunarfræðingum mínum! Ég lít EKKI út eins og þessi mynd af mér til hægri sýnir... Ég hef aldrei látið eiga við andlitið á mér svo ef þið ætlið að sitja þarna og bera saman myndir af mér þegar ég var 13 ára og svo þegar ég var 23 ára, reynið þá að minnsta kosti að nota náttúrulega mynd sem hefur ekki verið breytt svona mikið,“ skrifaði Bieber. 

Bieber er 23 ára í dag og eins og flest fólk hefur Bieber breyst töluvert síðan hún var 13 ára. Eins og oft í tilvikum fyrirsæta er myndum af henni breytt með hjálp myndvinnsluforrita. Aðdáendur hennar hafa margir komið henni til varnar og segja stjörnuna vera náttúrulega fallega. 

View this post on Instagram

She snapped!!! #haileybieber

A post shared by Hailey Baldwin Bieber (@newsbaldwin) on May 21, 2020 at 10:55am PDT

mbl.is