Ekki lenda í sama veseni og Brady á golfvellinum

Tom Brady var óheppinn á golfvellinum um helgina.
Tom Brady var óheppinn á golfvellinum um helgina. Samsett mynd

Fyrir utan gott grip er það mikilvægasta á golfvellinum að vera smart klæddur. Nú þegar golfvertíðin er komin á fullt er um að gera að fjárfesta í flottum buxum enda vill enginn lenda í því sem ruðningskappinn Tom Brady lenti í um helgina á golfvellinum. 

Brady var að spila á góðgerðarmóti ásamt ruðningskappanum Peyt­on Mann­ing og atvinnukylfingunum Tiger Woods og Phil Mickel­son þegar buxurnar hans rifnuðu á rassinum. Brady var að sækja kúluna sína í holu þegar óhappið átti sér stað.  

Þetta var ekki góður dagur hjá Brady þar sem hann tapaði einnig. Mikið fé safnaðist þó og gerði Brady grín að buxnaveseninu á Twitter. Hann deildi klippi af atvikinu og gaf í skyn að buxurnar vildu virða sóttvarnarreglur vegna kórónveirunnar. 

Í klippinu hér að neðan má sjá hvernig buxurnar rifnuðu. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál