Tvífara Meghan oft ruglað við hertogaynjuna

Samsett mynd sem Christine Pimrose Mathis birti af sér á …
Samsett mynd sem Christine Pimrose Mathis birti af sér á Instagram. Konurnar eru ansi líkar. Skjáskot/Instagram

Flugfreyjan Christine Pimrose Mathis er tvífari Meghan hertogaynju. Fólk tók eftir líkindum þeirra áður en Meghan gekk í bresku konungsfjölskylduna. Nú er flugfreyjan á skrá hjá fyrirsætuskrifstofu sem sér um tvífara fræga fólksins að því er fram kemur á vef Daily Mail.  

Hin 32 ára gamla Mathis er frá New Jersey í Bandaríkjunum. Líkindi hennar og Meghan eru mjög mikil. Þær eru báðar með mikið dökkt hár, nefið er svipað og munnsvipurinn er einnig áþekkur. Þegar Mathis klæðir sig upp eins og hertogaynjan er erfitt að greina þær í sundur. Hún hefur birt þó nokkrar samsettar myndir af sér og Meghan á tvífarasíðu sinni á Instagram.

Mathis segir að flugfarþegar hafi reglulega haft orð á því á hversu lík hún væri leikkonunni í Suits en Meghan lék í lögfræðiþáttunum áður en hún gekk í hjónaband með Harry. „Ég sá líkindin en hugsaði ekki um það en þegar Harry og Meghan trúlofuðu sig byrjaði ég að heyra þetta mun oftar.“

Eftir trúlofun Harry og Meghan árið 2017 varð nóg að gera hjá henni. Hún starfar nú að hluta til sem tvífari Meghan. Segir hún að það væri draumur að leika hana í kvikmynd. 

„Margt fólk leitar að henni og af því það kemst ekki í beint samband við hana geri ég ráð fyrir að ég sé það næstbesta,“ sagði Mathis sem vill þó ekki gefa upp hversu mikið hún fái fyrir tvífaravinnuna og hvort það hafi breyst eftir að Harry og Meghan drógu sig í hlé. 

Fólk ruglar konunum tveimur reglulega saman. 

„Einu sinni var ég á leiðinni heim úr myndatöku í LA þegar flugvallarstarfsmaður varð mjög spenntur þar sem hann hélt að ég væri Meghan Markle. Þegar hann sá vegabréfið mitt skammaðist hann sín. Mér fannst það bara fyndið.“ 

Hér má sjá nokkrar myndir sem Christine Pimrose Mathis hefur birt af sér á samfélagsmiðlum. 

View this post on Instagram

#meghanmarklelookalike #doppleganger #meghanmarkledoubles #royallikeness #royallookalike #lookalike

A post shared by Christine Primrose Mathis (@meghanmarklelookalike.us) on Aug 18, 2019 at 7:25pm PDT





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál