„Þarf að hafa óbilandi trú á því sem maður gerir"

Karin Kristjana Hindborg, eigandi Nola.
Karin Kristjana Hindborg, eigandi Nola. Mynd/Anna Kristín Óskars

Í sex ár hefur Karin Kristjana Hindborg rekið eina framúrstefnulegustu snyrtivöruverslun landsins, Nola. Verslunin er leiðandi á Íslandi í að bjóða upp á náttúrulegar og vegan snyrti- og húðvörur sem virka en hugmyndin kom upp eftir að Karin varð atvinnulaus og vildi starf sem hentaði fjölskyldulífinu betur. Hún segist hafa látið vaða, enda engu að tapa. 

„Í ársbyrjun 2014 var ég atvinnulaus með tvö lítil börn og fann að ég vildi ekki snúa aftur í það sem ég hafði verið að gera, það hentaði ekki mínu fjölskyldulífi. Ég fór í smá naflaskoðun og velti því fyrir mér hvað ég kynni og vildi. Á meðan börnin voru á leikskólanum lá ég á netinu og tók eftir því hvað netverslun með snyrtivörur var orðin meira áberandi, en þetta náði ekki til Íslands. Einnig fannst mér vera gat á markaðnum hér heima varðandi vöruúrval því valið stóð yfirleitt á milli dýrra og ódýrra merkja, en ekkert þar á milli,“ segir Karin Kristjana Hindborg, eigandi verslunarinnar Nola. Þarna segist hún hafa fengið þá hugmynd að prófa að setja upp netverslun og vinna að heiman, en það var fullkomið fyrir hennar heimilislíf. „Þegar ég lít til baka vissi ég auðvitað ekki alveg hvað ég var að fara út í eða hvernig þetta myndi vaxa en ég lét bara vaða. Ég hafði engu að tapa,“segir Karin. Um leið og hún tók þessa ákvörðun segir hún að það hafi kviknað á neista innra með sér. „Ég var að tjúllast úr spenningi, fór alveg á kaf í undirbúningsvinnu og að móta hugmyndir og stefnu. Eftir að hafa farið með strákan á leikskólann á morgnana, hljóp ég heim og fann hvernig ég fékk hraðari hjartslátt. Svona svipað og að fara á deit. Þetta var heilmikil vinna en mér fannst ég aldrei vera í vinnunni. Þetta er algjör ástríða hjá mér og ég fann að ég var á réttum stað, á réttum tíma og átti að vera nákvæmlega þetta,“segir Karin. 

Öll vörumerkin hafa sína sérstöðu

Þegar Karin stofnaði Nola var lítið um náttúrulegar og vegan snyrti- og húðvörur sem ekki voru prófaðar á dýrum. Það var því frá upphafi stefna Nola að auka úrvalið af slíkum vörum. „Nola er í dag orðin leiðandi á Íslandi í náttúrulegum og vegan snyrtivörum sem virka og eru ekki prófaðar á dýrum og án óæskilegra innihaldsefna. Öll okkar merki hafa einhverja sérstöðu og við sérveljum ávallt inn framúrskarandi vörur,“ segir Karin en í Nola fást þekkt vörumerki á borð við Herbivore Botanicals, ILIA og Pestle & Mortar. Nýverið var tilkynnt um komu Allies Of Skin, en þetta er eitt eftirsóttasta húðvörumerkið á markaðnum í dag.„Vörurnar Allies Of Skin eru með vel þróuðum og framandi innihaldsefnum. Heilmiklar rannsóknir liggja að baki hverrar vöru og þær sýna árangur án þess að vera á nokkurn hátt ertandi eða ofnæmisvaldandi. Enn fremur bætir Allies of Skin ekki aragrúa virkra efna við vörur sínar í von um kraftaverk heldur hafa efnasamböndin og samskipti þeirra verið rannsökuð í þaula,“ útskýrir Karin.

Góð þjónusta minnkar sóun

Sex ár eru nú liðin síðan hún stofnaði netverslunina og naut Nola strax mikilla vinsælda. Tveimur árum síðar var verslun Nola opnuð á Höfðatorgi en með auknu vöruúrvali og viðskiptavinum var það húsnæði fljótlega orðið of lítið. Fyrir ári síðan var því stærri verslun opnuð í Ármúlanum og er það einkennandi fyrir verslunina hvað vel er tekið á móti viðskiptavinum. Hvort sem fólk kemur að versla, er með spurningar eða vill einfaldlega njóta þess að skoða vöruúrvalið með ilmandi kaffibolla þá eru allir velkomnir. „Við viljum fá neytandann í lið með okkur og að hann sé meðvitaður um þróun snyrtivara og hvaða áhrif þær hafa á líkama okkar og umhverfi. Við leggjum einnig gríðarlega mikið upp úr persónulegri þjónustu, við hlustum á viðskiptavininn og finnum þannig vörur sem henta húð viðkomandi. Þannig getum við einnig tekið þátt í að minnka sóun og er alltaf hægt að fá prufur hjá okkur fyrst áður en varan er keypt,“ segir Karin. Í kjölfar Kórónuveirunnar jókst netverslun á Íslandi gífurlega og telur Karin eftirspurnina eiga eftir að aukast enn frekar þar sem fleiri séu að uppgötva þægindin við að versla á netinu og fá vörurnar sendar heim. En hver er helsti munurinn á þeim sem versla á netinu eða mæta í verslunina? „Það er auðveldara að versla vörur sem þú þekkir á netinu, en þegar viðskiptavinurinn er að leita að nýjum vörum þá eru enn margir sem vilja koma í verslun til að fá þjónustu og fræðslu.“

Púsluspil að reka heimili og fyrirtæki

Karin hefur unnið við förðun og í kringum snyrtivörur frá árinu 2007 en segist hafa haft áhuga á snyrtivörum frá því hún man eftir sér. Það er því auðvelt að ræða við hana um allt tengt snyrti- og húðvörum en þegar maður rekur verslun með svo heillandi vöruúrvali, hvaða vörur eru í uppáhaldi hjá henni sjálfri? „Í augnablikinu er ég sjúk í Original & Sphinx ilmina frá Riddle en ég blanda þeim saman. Svo nota ég Super Serum Skin Tint frá ILIA, Pure Cloud Cream frá Skyn Iceland, Limitless Lash Maskarann frá ILIA, Dipbrow Gel frá Anastasia Beverly Hills og Renitol Night Treatment frá Allies of Skin,“ telur Karin upp þó hún segir valið á milli varanna erfitt. Á þessum stutta tíma hefur Nola skapað sér fastan sess hjá snyrtivöruunnendum en Karin segir það mikið púsluspil að reka stórt heimili og fyrirtæki. Hún og eiginmaður hennar eiga saman þrjá syni og segir Karin mikilvægt að hafa gott skipulag og samstöðu. „Ég er líka ofsalega heppin með starfsfólk sem vinnur hjá mér. Þær leggja sig allar fram og eru metnaðarfullar,“segir Karin en aðspurð segir hún sérstöðu, fókus og að hlusta á viðskiptavininn sé lykillinn að farsælum rekstri. „Svo þarf auðvitað að hafa óbilandi trú á því sem maður er að gera,“segir hún að lokum.

Skyn Iceland Pure Cloud Cream, 8.990 kr.
Skyn Iceland Pure Cloud Cream, 8.990 kr.
Allies Of Skin 1A Retinal+Peptides Overnight Mask, 19.990 kr.
Allies Of Skin 1A Retinal+Peptides Overnight Mask, 19.990 kr.
ILIA Super Serum Skin Tint SPF 30, 9.590 kr.
ILIA Super Serum Skin Tint SPF 30, 9.590 kr.
ILIA Limitless Lash Mascara, 4.390 kr.
ILIA Limitless Lash Mascara, 4.390 kr.
Anastasia Beverly Hills Dipbrow Gel, 4.590 kr.
Anastasia Beverly Hills Dipbrow Gel, 4.590 kr.
Riddle Original, 14.990 kr.
Riddle Original, 14.990 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál