7 lituð dagkrem sem bæta húðina

Leikkonan Jessica Alba er yfirleitt förðuð á náttúrulegan hátt og …
Leikkonan Jessica Alba er yfirleitt förðuð á náttúrulegan hátt og segist mikið nota lituð dagkrem. AFP

Það er alltaf gott að geta gripið í litað dagkrem þegar maður vill eitthvað létt á húðina en jafna húðlitinn á sama tíma. Nýjustu lituðu dagkremin búa yfir tæknilegri formúlum og aukning hefur orðið á húðbætandi eiginleikum. Hér eru þau sjö lituðu dagkrem sem eru með þeim öflugustu á markaðnum í dag.

1. CC Cream Super Active Complete Correction SPF 50 frá Chanel

Húðumhirða og farði mætast í þessu einstaka litaða dagkremi sem gerir allt í einni formúlu. Formúlan jafnar húðlitinn, dregur úr dökkum blettum, roða og minnkar ásýnd svitahola. Húðin fær stöðuga rakagjöf í allt að tólf klukkustundir og með langtímanotkun minnka fínar línur og hrukkur um 20%. Öflug sólarvörn er í þessu litaða dagkremi, eða SPF 50, og veitir formúlan húðinni aukinn ljóma. Kemur í fimm litatónum.

Chanel CC Cream Super Active Complex SPF 50, 10.899 kr.
Chanel CC Cream Super Active Complex SPF 50, 10.899 kr.

2. ID Dramatically Different Moisturizing BB-Gel frá Clinique

Létt og olíulaust rakagel sem breytist í lit við snertingu húðar. Formúlan er ilmefnalaus, hentar öllum húðgerðum og veitir húðinni samfelldan raka í átta klukkustundir. ID-lína Clinique virkar þannig að þú velur fyrst grunn, til dæmis Dramatically Different Moisturizing BB-Gel, og velur svo hylki með virkni sem hentar þinni húð. Hylkin með virkninni eru flokkuð eftir lit. Hvítt er fyrir ójafnan húðtón, blátt er fyrir stórar húðholur og grófa áferð, appelsínugult er fyrir þreytta húð, fjólublátt er fyrir fínar línur og hrukkur og grænt er fyrir viðkvæma eða erta húð.

Clinique ID Dramatically Different Moisturizing BB-Gel, 6.580 kr.
Clinique ID Dramatically Different Moisturizing BB-Gel, 6.580 kr.

3. The Radiant Skintint SPF 30 frá La Mer

Nýtt litað dagkrem sem endurvekur húðina og gerir hana heilbrigðari ásýndar. Fínar línur minnka með öflugri rakagjöf og húðin verður bjartari. Formúlan inniheldur auðkenni La Mer, Miracle Broth, og sefar þannig húðina og dregur úr ertingi. Öflug andoxunarefni, ásamt sólarvörn SPF 30, vernda húðina fyrir skemmdum af völdum geislum og umhverfismengunar.

La Mer The Radiant Skintint SPF 30, væntanlegt.
La Mer The Radiant Skintint SPF 30, væntanlegt.

4. Milky Boost Healthy Glow Milk frá Clarins

Ásýnd húðarinnar verður jafnari, meira ljómandi og líflegri með Milky Boost Healthy Glow Milk frá Clarins. Formúlan kemur í fimm litum, veitir húðinni raka í allt að átta klukkustundir og býr yfir sérstakri mengunarvörn til að vernda húðina. Lífrænt kiwi-þykkni gefur húðinni aukna orku en léttur vökvinn stíflar ekki svitaholur.

Clarins Milky Boost Healthy Glow Milk, 6.199 kr.
Clarins Milky Boost Healthy Glow Milk, 6.199 kr.

5. Perfect Hydrating BB Cream SPF 30 frá Shiseido

Margþætt BB-krem sem sameinar farða og húðumhirðu. Formúlan gerir húðina bjartari og líflegri ásýndar um leið og ásýnd svitahola og ójafna í húðinni minnka. Þetta litaða dagkrem er bæði létt og olíulaust og veitir húðinni náttúrulega ásýnd. 

Shiseido Perfect Hydrating BB Cream SPF 30, 5.900 kr.
Shiseido Perfect Hydrating BB Cream SPF 30, 5.900 kr.

6. Tinted Day Cream frá Dr. Hauschka

Ríkulegt litað dagkrem sem nærir húðina vel. Hentar venjulegum og þurrum húðgerðum en formúlan kemur jafnvægi á olíu og rakagildi húðarinnar. Tinted Day Cream er framleitt úr náttúrulegum innihaldsefnum og inniheldur meðal annars nærandi avókadó-olíu og rósavatn.

Dr. Hauschka Tinted Day Cream, 4.690 kr.
Dr. Hauschka Tinted Day Cream, 4.690 kr.

7. Super Serum Skin Tint SPF 30 frá ILIA

Blanda af rakagefandi hýalúrónsýru, níasíni og skvaleni veita öflug húðbætandi áhrif en þessi formúla verndar húðina einnig með sólarvörn byggða á steinefnum. Super Serum Skin Tint SPF 30 kemur í átján litum og veitir létta þekju og gefur húðinni mikinn ljóma. Formúlan er ilmefna- og sílikonlaus og vegan.

ILIA Super Serum Skin Tint SPF 30, 9.590 kr.
ILIA Super Serum Skin Tint SPF 30, 9.590 kr.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál