Hildur Björnsdóttir og Alma Möller alveg eins

Hildur Björnsdóttir og Alma Möller eiga eins föt.
Hildur Björnsdóttir og Alma Möller eiga eins föt. Samsett mynd

Alma Möller landlæknir og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins eru tvær annálaðar smekkkonur. Buxnadragtir hafa verið í tísku síðustu misseri og hafa þær báðar sést í bláum buxnadrögtum að undanförnu. 

Hildur mætti í fagurblárri buxnadragt í útgáfuboð Eddu Hermannsdóttur í síðustu viku. Við dragtina var Hildur í hvítum bol. 

Hildur Björnsdóttir, Dagmar Klausen, Heiðrún Marteins og Magnea Árnadóttir.
Hildur Björnsdóttir, Dagmar Klausen, Heiðrún Marteins og Magnea Árnadóttir. Elsa Katrín Ólafsdóttir

Alma hefur verið mikið í sviðsljósinu í ár og notaði meðal annars bláu dragtina þegar hún mætti á daglega fundi almannavarna. Hún klæddist einnig bláu dragtinni og hvítri skyrtu við þegar hún stillti sér upp fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins sumarið 2018. 

Alma Möller landlæknir í blárri buxnadragt.
Alma Möller landlæknir í blárri buxnadragt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is