Fötin tala áður en maður opnar munninn

Karen Björg Þorsteinsdóttir.
Karen Björg Þorsteinsdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Karen Björg Þorsteinsdóttir uppistandari blandar saman gömlum fötum og merkjavörum. Hún kaupir notuð föt en gengur líka mikið í fötum af móður sinni. Karen segir mikilvægt fyrir sig að klæða sig upp áður en hún fer á svið og bendir á að fötin tali áður en hún sjálf opnar munninn. 

Karen Björg er búin að vera að sýna í Þjóðleikhúskjallaranum í tvö ár með uppistandshópnum sínum Bara góðar.

„Ég var með uppistand í menntaskóla. Ég átti að halda ræðu en ákvað að breyta því í uppistand. Svo fór ég á uppistandsnámskeið hjá Þorsteini Guðmundssyni og kynntist svo þessum kellingum í Bara góðar sem eru svona agalegar fyndnar líka. Við byrjuðum að vera með sýningar og svo vatt þetta upp á sig.“

Kar­en Björg fékk þessa bleiku dragt og rauðu skó á …
Kar­en Björg fékk þessa bleiku dragt og rauðu skó á Asos. mbl.is/Arnþór Birkisson

Karen Björgu dettur ekki í hug að mæta bara í gallabuxum og bol þegar hún fer á svið. 

„Mér finnst mjög gaman að dressa mig upp fyrir gigg. Það er kurteisi að mér finnst ef maður er að mæta á árshátíð eða á einhvern stjórnarfund að því að fötin tala áður en maður sjálfur opnar munninn. Mér finnst það alltaf mjög skemmtilegt og fötin gefa mér líka sjálfstraust.“ 

Chanel og Balenciaga; munaður í skál.
Chanel og Balenciaga; munaður í skál. mbl.is/Arnþór Birkisson

Fötin eru listasafn fyrir útvaldar flíkur

„Franskur, trendlaus og 70’s,“ segir Karen Björg þegar hún lýsir fatastíl sínum. „Ég geng mjög mikið í fötum sem mamma átti þegar hún var ung. Ég reyni að hugsa ekki um fataskápinn minn sem stoppistöð fyrir trend heldur listasafn fyrir útvaldar flíkur. Þó eru nokkrar nærbuxur sem mætti aflífa strax.“

Peysa frá Christopher Kane.
Peysa frá Christopher Kane. mbl.is/Arnþór Birkisson

Karen Björg segist aðallega sækja innblástur á Instagram. Áður fyrr var hún dugleg að skoða tímarit en skoðar nú helst bækur til þess að virðast gáfaðri. Hún á sér einnig nokkrar tískufyrirmyndir sem hún horfir til. 

Alexa Chung, Harry Styles og Camille Rowe eru öll með mjög heillandi fatastil að mínu mati. Svo hefur systir pabba míns haft mikil áhrif á mig í gegnum tíðina. Hún er alltaf að kaupa eitthvað sem aðrir myndu bara vera í á öskudeginum.“

Fallegur og tímalaus klútur frá Balenciaga.
Fallegur og tímalaus klútur frá Balenciaga. mbl.is/Arnþór Birkisson

Náttkjóllinn af mömmu í uppáhaldi

Hvaða flík er í uppáhald hjá þér?

„Ætli það sé ekki svartur hlýrakjóll sem mamma notaði sem náttkjól í útlöndum. Ég ákvað að stela honum úr skápnum hennar fyrir nokkrum árum til að nota hversdags. Held að hún viti ekki einu sinni að hann sé horfinn. Sorry mamma, en þú ert alla vega ekki að fara til útlanda í bráð!“ 

Jakkinn er úr Wasteland, kjóllinn er náttkjóllinn hennar mömmu, skórnir …
Jakkinn er úr Wasteland, kjóllinn er náttkjóllinn hennar mömmu, skórnir Reebook og taskan Prada. mbl.is/Arnþór Birkisson

Bestu kaup sem þú hefur gert?

„Ég keypti Christopher Kane-peysu á Net-A-Porter.com á 70% afslætti árið 2016, hún er enn þá eins og ný blessunin.“

Áttu þér uppáhaldsverslun? 

„Hér heima er ég einn helsti styrktaraðili Wasteland Reykjavík. Svo finnst mér Fatamarkaðurinn hjá Hlemmi alveg frábær. Erlendis reyni ég að þefa uppi sem flestar vintage-búðir og fara í fjársjóðsleit. Brick Lane í London er algjört vintage-himnaríki. Annars er einnig alltaf hægt að treysta á Zöru, hérlendis sem erlendis.“ 

Gallajakkinn er Wood Wood en hann fékk Karen Björg frá …
Gallajakkinn er Wood Wood en hann fékk Karen Björg frá kærastanum sínum í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum. Buxurnar eru frá & Other Stories og skórnir af Asos. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ekki smekklagt að vera í of mörgum merkjavörum

Karen Björg notar lítið skartgripi. Flestir skartgripanna eru skran að hennar sögn en hún á þó eitt Gucci-hálsmen. Hún fullkomnar dressið frekar með töskum og skóm. 

„Skemmtilegir skór og töskur. Ég hef eytt meiri peningum í töskur en flest annað og skammast mín daglega,“ segir Karen Björg.

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tísku og vönduðum vörum. Mér finnst skemmtilegast að blanda saman eldgömlu og einhverjum merkjavörum. Ég er ekki í öllu merkja, mér finnst það ekki smekklegt. 

Loewe-töskuna fékk Karen þegar hún útskrifaðist úr háskóla.
Loewe-töskuna fékk Karen þegar hún útskrifaðist úr háskóla. mbl.is/Arnþór Birkisson
Það kemst allt í þessa tösku frá Tom Ford.
Það kemst allt í þessa tösku frá Tom Ford. mbl.is/Arnþór Birkisson


Ég keypti mér Tom Ford-töskuna af því að ég átti ágætlega dýra tösku úr Zöru en hún rifnaði þegar ég var að ganga yfir gangbraut og allt datt út um allt. Þannig að ég varð svolítið pirruð og hugsaði jæja nú splæsi ég í tösku sem heldur einhverju og ég notaði töskuna sem skólatösku.“

Hvað er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum fyrir sumarið?

„Lífið mitt breyttist þegar ég skipti út drasl sólgleraugum og fjárfesti í góðum sólgleraugum. Mæli með.“ 

Karen Björg er glæsileg í prjónavesti sem amma hennar prjónaði.
Karen Björg er glæsileg í prjónavesti sem amma hennar prjónaði. mbl.is/Arnþór Birkisson

Er eitthvað sem er á óskalistanum hjá þér fyrir sumarið?

„Það var dökkblátt prjónavesti en amma skvísa var að gefa mér eitt sem hún hafði prjónað á mig. Núna væri ég til í að finna notaðar smekkbuxur svo ég þurfi ekki að pæla í að losa um buxnastrenginn í öllum brunch-unum sem ég ætla í í sumar.“ 

View this post on Instagram

Á sænginni á sviðinu í Eldborg. Martraðir do come true 💃🏼 #quarantinepillowchallenge

A post shared by Karen Björg Þorsteinsdóttir (@karenbjorg) on Apr 21, 2020 at 7:59am PDTmbl.is