Hildur flaug förðunarfræðingi frá Hollywood fyrir brúðkaupið

Claes Berland og Hildur Ársælsdóttir á brúðkaupsdaginn sinn.
Claes Berland og Hildur Ársælsdóttir á brúðkaupsdaginn sinn. Ljósmynd/Anthony Bogdan

Í dag fylgir 48 síðna Brúðkaupsblað með Morgunblaðinu. Á forsíðunni eru Hildur Ársælsdóttir og Claes Berland en þau gengu í hjónaband 16. nóvember. Brúðkaupið var haldið á einstökum stað, á gömlum bóndabæ frá árinu 1800, rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. 

Hildur er sérfræðingur þegar kemur að snyrtivörum og hefur starfað fyrir snyrtivörurisana L‘Oréal og LVMH svo einhverjir séu nefndir. Í dag rekur hún vefverslunina Skin and Goods þar sem hún veitir konum um alla heim húðráðgjöf.

Hildur sá um nánast allan undirbúning sjálf.

„Við vorum með þema, „Boho meets Country“, sem á alveg gríðarlega vel við okkur hjónin og okkar líf. Við búum sjálf í húsi frá 1777 með stráþaki, bjálka í loftum og er heimilið okkar innréttað í svipuðum stíl og brúðkaupið var. Við vildum gera brúðkaupið að okkar, svo allir gestir sem kæmu myndu hugsa um að þetta væri í okkar anda.“

Með hvaða vörum farðaðir þú þig?

„Mín allra besta vinkona og förðunarfræðingur, Mandy Artusato, flaug frá Hollywood til að mála mig fyrir stóra daginn, en hún vinnur þar og farðar fyrir kvikmyndir. Ég notaði uppáhaldsmaskara minn frá Westmann Atelier, blush og augnskugga frá Jillian Dempsey en húðina sá hún algjörlega um. Ég held hún hafi blandað saman einhverju töframalli frá Dior, Tacha og fleirum. Hún lét mig allavega líta „flawless“ út.“

Ljósmynd/Anthony Bogdan
Ljósmynd/Anthony Bogdan
mbl.is