7 skotheld ráð til að fullkomna sumarförðunina

Förðunarmeistarinn og skólastjóri Makeup Studio Hörpu Kára, Natalie Kristín Hamzehpour, veit nákvæmlega hvaða brögðum skal beita til þess að taka sumarförðunina skrefinu lengra. 

1. Verndaðu húðina

Sólargeislar geta haft skaðleg áhrif og elda húðina. Svo má ekki gleyma því að það er ekkert varið í það að bera farða á brennda húð. Góð og létt rakakrem hjálpa þér að vernda húðina eins og Great 8 frá Elizabeth Arden og Dry Touch Sun Care Face frá Clarins.

2. Fjarfestu í góðum primer

Margir glíma við það vandamál að farðinn endist ekki á húðinni á sumrin. Yfirleitt er örlítið heitara úti og fólk á það til að svitna meira. Stundum drekkur húðin bara allan farða í sig. Taktu þér nokkrar sekúndur til að bera primer á þig, á eftir sólarvörninni eða áður en farðinn er borinn á. Þú munt ekki sjá eftir því. L‘essentiel Primer frá Guerlain mattar húðina, minnkar húðholur, sléttir áferð og lætur farðann haldast á andlitinu allan daginn.

3. Notaðu minna

Til að koma í veg fyrir að förðunin setjist í línur eða verði ónáttúruleg er mikilvægt að muna að minna er meira. Farðar eiga til að vera á hreyfingu í hita og þá er mikilvægt að nota minna frekar en meira. Létt litað dagkrem eins og Milky Boost frá Clarins og smá hyljari þar sem þér finnst þú þurfa auka þekju.

4. Sumarið er tíminn fyrir bronzer

Bronzer gerir allt betra. Hann gerir tennurnar hvítari og gefur förðuninni ferskleika og hlýju. Bronzer er borinn á alla hápunkta andlitsins eins og enni, kinnbein, höku og nef. Mundu eftir að bera örlítið á háls og eyru ef þú ert með stutt hár eða hárið í tagli. Mikilvægt er að finna rétta litinn af bronzer fyrir þína húð en margir bronzerar geta orðið appelsínugulir og ónáttúrulegir. Guerlain er frumkvöðull í bronzerum en þeir voru fyrstir með Terracotta bronzer á markað og bjóða enn í dag upp á fjölbreytt úrval bronzera í alls konar tónum.

5. Ekki vera hrædd/ur við liti

Við erum ginkeyptari fyrir litríkari fatnaði á þessum árstíma. Það á líka við um snyrtibudduna. Bjartir litir gefa okkur frískleika og veita húðinni fallegan æskuljóma. Ef þú átt til að halda þig alveg í náttúrulegum tónum, prófaðu að bæta á þig ferskjubleikum kinnalit eins og Sonoya frá Shiseido. Ef þú þorir í meiri lit mælum við með að prófa að bera ljósbleikan kremaugnskugga á allt augnlokið. Pink Paradise Velvet Shadow frá Clarins er léttur og bjartur litur sem hentar öllum húðtónum.

6. Skiptu út þungum varalitum fyrir gloss eða lip stain

Geymdu matta varalitinn í sumar og prófaðu einfaldasta trendið í sumar, stained, glossy varir. Lip Stain er létt á vörunum, endist allan daginn og þú getur byggt upp litinn eins og þú vilt. Prófaðu til dæmis Water Lip Stain frá Clarins og berðu hann á miðju varanna til að fá smá af lit. Toppaðu litinn með Shimmer Gel Gloss frá Shiseido til að fá fallegan ljóma. Hakka Mint glossið gefur fallegan ferskan lit og kaldi tóninn lætur tennurnar líta út fyrir að vera hvítari.

Þú gætir líka prófað létta nærandi varaliti eins og Rouge Coco Flash frá Chanel sem veita léttan lit og mikinn raka.

7. Prófaðu vatnsheldar vörur

Elskarðu að fara í sund og vilt ekki hafa áhyggjur af að förðuninn fari af? Prófaðu vatnsheldar snyrtivörur. Wonder Perfect Mascara 4D Waterproof frá Clarins er dásamlegur maskari sem endist vel og nærir augnhár og styrkir og er alveg vatnsheldur, sem þýðir að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af honum allan daginn. Þú getur líka prófað Waterproof Setting Powder frá Gosh, en það er púður sem mattar húðáferð og gerir förðunina þína vatnshelda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »