„Mamma gifti sig í skónum fyrir 40 árum“

Þau Elín Jónsdóttir og Magnús Örn Guðmundsson giftu sig 5. …
Þau Elín Jónsdóttir og Magnús Örn Guðmundsson giftu sig 5. október í Seltjarnarneskirkju. mbl.is/Blik Studio

Þau Elín Jónsdóttir og Magnús Örn Guðmundsson giftu sig 5. október í Seltjarnarneskirkju. Veislan var haldin í félagsheimilinu Seltjarnarnesi, örskammt frá kirkjunni.

„Við vorum með 180 gesti, ættingja og vini sem standa okkur næst. Það var sérlega gaman að fá 10 skólafélaga Magnúsar frá Boston líka. Bæði móður- og föðurfjölskyldan mín heldur góðu sambandi og fannst mér ég ekki getað haldið gott brúðkaup án þeirra. Eins eigum við trausta og góða vinahópa. Brúðkaupið var algjörlega geggjað, frábær stemmning frá upphafi til enda. Gestirnir eru þeir sem búa til stemninguna í brúðkaupinu og það var algjörlega það sem átti sér stað í brúðkaupinu okkar.“

Elín Jónsdóttir var í skóm sem móðir hennar, gifti sig …
Elín Jónsdóttir var í skóm sem móðir hennar, gifti sig í fyrir 40 árum. mbl.is/Blik Studio

Kynntust fyrir tíma Tinder

Hvenær kynntist þið?

„Við kynntumst og fórum að hittast árið 2009 þótt við hefðum vitað af hvort öðru frá árinu 2007. Þetta var fyrir Tinder-tímann, svo við eigum líklega klassíska sögu með að hafa hist á skemmtistað. Sambandið fór rólega af stað en ég flutti til hans á Seltjarnarnesið árið 2012 með stelpuna mína sem var þá átta ára.“

Hvað stendur upp úr frá stóra deginum?

„Ég á mjög erfitt með að velja eitthvað eitt sem stóð upp úr deginum. Því dagurinn allur var draumi líkastur og hugsa ég svo oft til baka um daginn. Bara allt frá því að við mæðgur, mamma, dóttir mín og ég, fórum saman á Hótel Sögu að gera okkur klárar fyrir athöfnina. Áttum þar æðislega stund saman í dekri með hárgreiðslukonunni og förðunarfræðingi. Athöfnin í kirkjunni var algjörlega okkar, stutt, og dásamlegur söngur hjá Öglu Bríeti Einarsdóttur. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur hér var léttur og skemmtilegur í athöfninni. En ég held samt að gestirnir standi upp úr í veislunni, það var svo gaman þar með þeim.“

mbl.is/Blik Studio

Skórnir sem þú varst í eru einstakir, hver er sagan á bak við þá?

„Mér þykir einstaklega vænt um þá og úr því að ég passaði í þá kom ekkert annað til greina en að vera í þeim. Mamma mín Elín Elísabet gifti sig í þeim fyrir 40 árum. Mamma hafði gefið mér skóna einhverjum árum áður og ég hafði aldrei tímt að nota þá. Hún keypti þá í skóbúð í Hafnarfirði á sínum tíma. Þeir eru leður og virkilega flottir! Ég var svo ánægð með að hún geymdi þá. Ég hafði líka fermst í sama kjól og hún fermdist í, þannig að mér fannst mjög skemmtilegt að ég myndi svo gifta mig í sömu skóm og hún. Pabbi leiddi mig upp að altarinu og ég var í sömu skónum sem mamma hafði verið í þegar hún gifst honum. Það er eitthvað táknrænt og fallegt við þetta.“

Kakan var keypt á síðustu metrunum

Hvar fékkstu kjólinn?

„Kjólinn fann ég loksins tveimur mánuðum fyrir brúðkaupið. Ég hafði skoðað og mátað mikið af kjólum í ferðum mínum til Bandaríkjanna og aldrei fundið þann sem mér líkaði.

mbl.is/Blik Studio

Svo þegar brúðkaupið nálgaðist var ég að verða frekar stressuð yfir þessu sem og brúðguminn, sem hafði orð á því nokkrum sinnum að kjólinn væri ekki kominn í hús. Þá bókaði ég tíma hjá Beggu Bridals hér á Íslandi með vinkonum mínum og þar fannst kjólinn loksins og mátti ekki tæpara standa upp á að panta hann. Þeirri verslun var svo því miður lokað í október en ég veit að Loforð tók kjólana sem eftir voru.“

Elín segir að skreytingarnar í salnum hafi verið einfaldar.

„Við keyptum rosalega lítið af skrauti í salinn, einfaldlega því að það tekur svo mikinn tíma að setja þetta upp og ég tala nú ekki um að taka þetta aftur niður. Ég leigði og fékk lánað það sem ég komst yfir. Ég var með gyllta kertastjaka og seríur í lofti og á veggjum sem kom mjög fallega út.“

mbl.is/Blik Studio
mbl.is/Blik Studio
mbl.is/Blik Studio
mbl.is/Blik Studio
mbl.is/Blik Studio
mbl.is/Blik Studio
mbl.is/Blik Studio
mbl.is/Blik Studio
mbl.is/Blik Studio
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »