10 andlitsmaskar gegn öllum vandamálum

Fyrirsætan Karlie Kloss með Advanced Night Repair-andlitsmaskann frá Estée Lauder.
Fyrirsætan Karlie Kloss með Advanced Night Repair-andlitsmaskann frá Estée Lauder. Skjáskot/Instagram

Hvort sem vandamálið tengist húðinni eða sálinni eru góðar líkur á að kvöldstund með andlitsmaska kunni að hjálpa. Hér eru 10 andlitsmaskar gegn ýmsum húðvandamálum.

Endurlífgandi

Advanced Night Repair Concentrated Recovery Powerfoil Mask frá Estée Lauder virðist gera allt í einu. Formúlan gerir húðina bjartari og jafnari ásýndar ásamt því að veita henni raka og aukinn þéttleika. Álþynnan kemur í veg fyrir uppgufun virkra innihaldsefna svo þau ná dýpra inn í húðina. 

Estée Lauder Advanced Night Repair Concentrated Recovery Powerfoil Mask, 18.299 …
Estée Lauder Advanced Night Repair Concentrated Recovery Powerfoil Mask, 18.299 kr. (4 stykki)

Róandi

Cucumber Face Mask frá Verandi er bæði kælandi og róandi fyrir húðina en formúlan byggist á íslenskum gúrkum. Maskinn býr einnig yfir vítamínum, steinefnum og aloe vera sem hefur græðandi áhrif.

Verandi Cucumber Face Mask, 3.751 kr.
Verandi Cucumber Face Mask, 3.751 kr.

Rakgefandi

Super Aqua-Mask frá Guerlain er grímumaski sem veitir húðinni gífurlegan raka en í einum grímumaska er jafnmikið af rakagefandi innihaldsefnum og í 30 ml af Super Aqua-seruminu. Leyfðu grímunni að liggja á andlitinu í 10 mínútur og eftir á verður húðin sjáanlega sléttari og rakafyllri.

Guerlain Super Aqua-Mask Intense Hydration Mask, 17.199 kr. (6 stykki)
Guerlain Super Aqua-Mask Intense Hydration Mask, 17.199 kr. (6 stykki)

SOS Hydra Refreshing Hydration Mask frá Clarins fyllir húðina raka á aðeins 10 mínútum. Formúlan er krem-gelkennd og kælandi en eftir notkunina verður húðin þrýstnari ásýndar og ljómameiri.

Clarins SOS Hydra Refreshing Hydration Mask, 5.899 kr.
Clarins SOS Hydra Refreshing Hydration Mask, 5.899 kr.

Örvandi

Cellular Performance Mask frá Sensai örvar blóðflæði húðarinnar og endurvekur hana. Formúlan er kremkennd og mýkjandi en hana má nota sem upplífgandi andlitsmaska eða leyfa henni að liggja á húðinni yfir nótt fyrir enn betri árangur. 

Sensai Cellular Performance Mask, 9.700 kr.
Sensai Cellular Performance Mask, 9.700 kr.

Nærandi

Algae Mask frá Bláa lóninu er djúpnærandi þörungamaski byggður á einstökum þörungum Bláa lónsins. Maskinn eykur heilbrigði húðarinnar og ljóma ásamt því að draga úr sýnilegum línum á húðinni. 

Blue Lagoon Algae Mask, 9.900 kr.
Blue Lagoon Algae Mask, 9.900 kr.

Hreinsandi

Supermud Clearing Treatment frá GlamGlow býr yfir djúphreinsandi kolum, sem nánast sjúga í sig óhreinindi, og blöndu sex endurnýjandi andlitssýra. Þannig djúphreinsar formúlan svitaholur og bætir ásýnd venjulegrar, blandaðrar eða bólóttrar húðgerðar. 

GlamGlow Supermud Clearing Treatment, 9.380 kr.
GlamGlow Supermud Clearing Treatment, 9.380 kr.

Sléttandi

Advanced Génifique Hydrogel Melting Mask frá Lancôme er öflug formúla sem fyllir húðina raka og næringu ásamt því að styrka yfirborð hennar með háu hlutfalli Bifidus-extrakts. Þannig verður húðin þrýstnari, sléttari og mýkri ásýndar.

LancômeAdvanced Génifique Hydrogel Melting Mask, 2.151 kr. (1 stykki)
LancômeAdvanced Génifique Hydrogel Melting Mask, 2.151 kr. (1 stykki)

Þéttandi

Le Lift Skin-Recovery Sleep Mask frá Chanel er næturmaski sem hjálpar húðinni að verða þéttari ásýndar og sléttari. Með öflugum innihaldsefnum á borð við 3.5-DA og silkipróteinum veitir maskinn húðinni mikla mýkt og dregur úr ásýnd þroskamerkja. 

Chanel Le Lift Skin-Recovery Sleep Mask, 17.399 kr.
Chanel Le Lift Skin-Recovery Sleep Mask, 17.399 kr.

Kælandi

Imprinting Hydrogel Mask frá BIOEFFECT veitir húðinni góðan raka en gelkennd andlitsgríman hefur einnig sérlega kælandi áhrif á húðina. Prófaðu að geyma maskann í kæli til að hafa hann enn kaldari við ásetningu en þetta er góð leið til að draga úr bólgum og þrota í andlitinu. Greinarhöfunur notar þennan andlitsmaska einnig beint úr kælinum þegar höfuðverkur sækir á eða eftir svefnlitlar nætur. 

BIOEFFECT Imprinting Hydrogel Mask, 9.190 kr. (6 stykki)
BIOEFFECT Imprinting Hydrogel Mask, 9.190 kr. (6 stykki)
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »