Varirnar stækka með árunum

Victoria Beckham hefur alltaf verið glæsileg.
Victoria Beckham hefur alltaf verið glæsileg. mbl.is/skjáskot Instagram

Tískumógúllinn Victoria Beckham virðist eiga eitt það glæsilegasta baðherbergi sem til er. Það er málað í flösku grænum lit og er blanda af öllu því sem til þarf til að dekra við sig heima. Hún er dugleg að setja inn myndbönd um hvernig hún nær útlitinu fallegu þessa dagana og virðist vera aðeins meira í sólinni en vanalega ef marka má ljósmyndir af henni.

Það sem vekur ekki síður athygli er umbreyting á vörunum hennar. En á undanförnum misserum hafa þær verið að stækka.

Það er vinsælt að fara í litlar fyllingar með árunum. En að sjálfsögðu þykir fallegast að halda sér sem næst upprunalega útlitinu.

mbl.is