Kobe gaf Vanessu kjólinn úr lokaþætti Sex and the City

Vanessa og Kobe Bryant.
Vanessa og Kobe Bryant. AFP

Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant heitinn var einstaklega rómantískur að sögn eftirlifandi eiginkonu sinnar, Vanessu Bryant. Vanessa ryfjaði upp á dögunum einn af kjólunum sem hann hafði gefið henni. 

Umræddur kjóll er úr þáttunum Sex and the City, eða Beðmál í borginni. Nánar tiltekið úr lokaþætti seríunnar þar sem aðalsöguhetja þáttanna, Carrie Bradshaw, leikin af Söruh Jessicu Parker, klæðist kjólunum. 

Kjóllinn úr lokaþætti Sex and the City.
Kjóllinn úr lokaþætti Sex and the City. skjáskot

„Ég ætla ekki að ljúga, tilfinningarnar báru mig ofurliði þegar ég fann kjólinn. Hann var svo rómantískur. Sýnir mér enn ást sína á mér af himnum ofan,“ skrifaði Vanessa í færslu sinni á Instagram þar sem hún sýnir kjólinn. 

Þetta er ekki fyrsti sögufrægi kjóllinn sem Kobe gaf eiginkonu sinni. Hann gaf henni einnig bláa kjólinn úr rómantísku kvikmyndinni The Notebook sem aðalleikkona kvikmyndarinnar, Rachel McAdams, klæðist á plakati myndarinnar. 

Færsla Vanessu Bryant.
Færsla Vanessu Bryant. skjáskot/Instagram
mbl.is